Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 114

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 114
114 „Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins“ gangast í sumum greinum og segja lögin sem sungin eru í rútum gjarnan „ógeðs- leg“, „viðbjóðsleg“ og húmorinn „ég hika ekki við að segja, svona niðrandi um kon- ur“. Viðmælendur í þeim greinum þar sem þessi viðhorf voru mest áberandi segja að stundum fari karlarnir hins vegar yfir strikið, sér í lagi þegar þeir hafa uppi kynjaðar staðhæfingar um yfirburði karla. „Ég hef alveg orðið pirruð á þeim bara: já ok, nú er þetta komið gott, ég ætla að fá að vera í friði núna í smástund“. Svo er rosalega mikið af svona einhverju sóðalegu, alltaf að sýna mér eitthvað ógeðslegt sem sagt kallað í mig og svo standa þeir með tölvu sem er með einhverri hræðilegri mynd á og eitthvað svona sem er stór partur af því. [...] og, þú veist lögin sem eru sungin þegar við förum í vísindaferðir það er þú veist „ríðum henni Jórunni“ og eitthvað svona og já, ýmis gróf lög. Þannig að það er svona alveg ráðandi [...]það er svona svolítið gert út á það líka þú veist gaman að vera bara svona strákahópur og geta sjokkerað líka. Þú veist þegar við erum með [öðrum verkfræðigreinum] þá eru fleiri stelpur þar og þá syngja þeir hæst sko. Grínið og kynjaðar staðhæfingar eiga sér rætur í kynjuðum hugmyndum. Einn við- mælandi benti á hvernig athöfnum nem- enda og hegðun er gefin ólík merking eftir því af hvaða kyni viðkomandi er: „það að segja skoðanir sínar getur komið frá báðum aðilum en frá stelpunni væri það kallað nöldur“. Þannig er húmor notaður til að undirstrika og viðhalda valdamun „eins og já, að þeir séu, þeir eru fyrir ofan okkur einhvern veginn“. Strákastelpur „Kannski erum við orðnar svo miklar stráka-stelpur að það haga sér allir eins.“ Viðtölin gefa til kynna að fólk hafi tilhneig- ingu til að ganga í takt, jafnvel hagi sér og tali á ákveðinn máta. Þetta er í samhljómi við kenningar Lave og Wenger (1991) um það hvernig einstaklingar læra að sam- ræma hegðun sína, gildi og sjálfsmynd ríkjandi hugmyndum samfélagsins sem þeir tilheyra. Einstaklingar sem skera sig úr eiga ekki eins greiða leið inn í samfélagið (Lave og Wenger, 1991). Gögnin benda til þess að nemendahópur innan greinanna sé einsleitari en ýmsir aðrir þegar kemur að áhugamálum, hegðun og klæðaburði. Þótt viðmælendur leggi margir áherslu á opið og umburðarlynt andrúmsloft eiga samt sem áður ekki allir vel heima í kúltúrnum. Það eru einstaklingar og „öðruvísi týpur“ sem „manni fannst ekki alveg passa inn í“. Þetta virðast vera þeir sem ekki passa inn í „nörda“-skilgreininguna, eins og til að mynda „verslótýpan“. Sum umræðu- efni eru jafnframt ekki eins sjálfsögð og önnur. Umræður um viss dægurmál og afþreyingu eiga til að mynda ekki heima í þessum félagsskap, eins og stjörnuspeki „það, maður yrði hérna (við hlæjum) þú yrðir bara skotinn í kaf sko!“ Slíkt félagslegt taumhald var meira áberandi í sumum greinum en öðrum. Óskrifaðar reglur virðast ríkja um klæða- burð og viðmælendur virðast ekki hafa sig sérstaklega til. Þær sem höfðu gengið í háhæluðum skóm í upphafi náms voru nú hættar því og þær sem höfðu málað sig á morgnana slepptu því. Líkt og Faulkner (2000) og Kvande (1999) benda á virðast konurnar þannig draga úr kvenleika sín- um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.