Gripla - 01.01.1993, Page 8
8
GRIPLA
því að hvorttveggja er utan þeirra kafla sem fylla stóru eyðurnar tvær í
Möðruvallabók.
Framvegis verða Hrappseyjar-Egla og uppskriftir Eglu-texta Möðru-
vallabókar táknaðar þannig að útgáfan kallast H og JS 28 fol. nefnist
JS, en hin handritin verða auðkennd með skrásetningartölum sínum.
Fyrri hluti handritsins AM 568 4to kallast 568 I og síðari hlutinn 568
II. Aðrir textar Egils sögu verða nefndir fullu nafni þegar þar að kem-
ur. Auk þess verður sjálf Möðruvallabók kölluð M, Eglu-útgáfa Finns
Jónssonar, Kaupmannahöfn 1886-8 nefnist FJ, útgáfa Sigurðar Nor-
dals, Rvk. 1933, SN og útgáfa Guðmundar Magnæi, Kaupmannahöfn
1809, er táknuð GM, og Jón Helgason er kallaður JH.
Hér verður í nokkrum tilfellum vísað til orðalags í öðrum gerðum
Egils sögu og verður textinn í Wolfenbuttelbók kallaður W og textinn í
báðum uppskriftum séra Ketils Jörundssonar nefndur K, en á þeirn
stöðum þar sem þeim ber ekki sarnan eru notaðar handritstölurnar í
skrá Árnasafns, þ.e. 453 4to og 462 4to. Auk þess kemur fyrir að getið
er leshátta í handritaleifunum í AM 162 A fol., sem eru táknaðar með
grískum bókstöfum. Þar við bætist upphaf Eglu í Sth. Perg. 4to nr. 7
sem er af W-flokki.
Rannsóknin skiptist í eftirfarandi kafla:
1. Skyldleiki textanna sín á milli og við Möðruvallabók.
2. Texti af týndum blöðum Möðruvallabókar.
A. Fyrri eyðufylling.
B. Síðari eyðufylling.
3. Helstu niðurstöður.
4. Viðaukar:
I. Um texta Höfuðlausnar í Hrappseyjar-Eglu og í AM 145 fol. og
426 fol.
II. Um texla Sonatorreks í Hrappseyjar-Eglu.
III. Um tvær síðari uppskriftir eftir Eglutexta Möðruvallabókar.
1. SKYLDLEIKI TEXTANNA SÍN Á MILLI OG VIÐ MÖÐRUVALLABÓK
§ 1. í Möðruvallabók, bl. 62vb efst, er hlaupið yfir eitt orð við línu-
skipti, þar sem fyrsta lína dálksins endar á ‘ok’ en hin næsta hefst á ‘ser
fiar’ (= FJ bls. 5U). Þar á milli vantar sagnorð. í eina W-handritinu sem
hefur sambærilegan texta á þessum stað, Perg. 4to nr. 7, stendur hér