Gripla - 01.01.1993, Page 11
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 11
fyrdenum, Enn þad er Andvidre Nordr med Lande’. (Síðan er skrifað
fyrir neðan með sömu rithendi:) ‘XXII. Capitule. Aftaka Þorolfs’.
Á spássíu við eyðuna í 145 hefur Árni Magnússon skrifað: ‘hier er
audur skalle i bok Jons Hakonar sonar’. (P.e. JS 28 fol. sbr. bls. 48 hér
á eftir). En nær skallanum hefur verið dreginn bogi og inni í boganum
er skrifað í lóðrétta línu: ‘desideratur qvid’ (þ.e. hér vantar eitthvað).
Rithöndin á þessari klausu er ókunn. Með annarri rithendi hefur svo
verið skrifað í auða bilið: ‘kongur qvadst þad leifa og veit eg að þier
munud færa mier hofud hans er þier komid aftur og med marga dyr-
gripe, Enn þo gieta þess sumer seiger kongur ef þid siglid nordur ad
þid muned bæde sigla og röa nordan. Nu buast þeir sem skiotast og
hofdu ij skip og ijc manna. Og er þeir woru buner tooku þeir landnyrd-
ing ut epter fyrdenum, Enn þad er andvidri nordur med lande.’
§ 8. Framarlega í næsta kapítula í JS hafa tvær litlar eyður verið fyllt-
ar síðar með annarri rithendi (þeirri sömu og stóra eyðan í lok næsta
kapítula á undan). Næstu orð á undan þeirri fyrri er ‘firðinum z’ (z =
ok), sbr. FJ bls. 6112 ‘firði vm Skarnssund’. í GM bls. 87 stendur hér
‘firdinum Þrándheimi’, og í neðanmálsgrein: ‘ita lego in Membr. Kálf.’
(þ.e. Möðruvallabók). í JS er eyðan fyllt með orðunum ‘þad sem hvat-
az’ sem er augljós ágiskun. í 145 er óljóst krot á þessum stað, og er svo
að sjá sem ‘fyrde’ hafi verið breytt í ‘fýrdenum’, og hefur þá verið þar
lítil eyða. í 426 og 455 er ófyllt eyða. í H mun hafa verið hlaupið yfir
eyðu forrits, en engin missmíði sjást á textanum: ‘reru inn eptir Firdin-
um og so um Beitesiaa inn til Elldueids’ (bls. 3219-20).
§ 9. Næsta smáeyða í JS og 426 hefur verið fyllt með orðinu ‘Naumu-
dalz’ með sömu rithendi og fyrri eyðufyllingar og kemur heim við FJ
bls. 6114. í 145 stendur hér ‘Naumu dalz’ (og ‘oc’ fyrir aftan og ofan
vegna rúmleysis) og að því er virðist með sömu rithendi og eyðufyll-
ingin á undan (‘mu dalz’ stendur fremst í línu og strik dregið yfir,
nema það hafi verið fyrir, og er hvorttveggja torskilið). í 455 er hér
ófyllt eyða. í H er prentað ‘Naumudals’.
§ 10. Þess er að geta að næst á undan hafa handritin fjögur og H öll
sama lesbrigði: ‘um heiði og til’. Þetta er rangur lesháttur, og er hið
rétta: ‘vm eiðit til’ sem stendur í FJ bls. 6114 eða ‘yfir eiðit til’ eins og
stendur í GM og í W, y, 8 og K. Hér er um að ræða ‘Eldueið’, sem
nefnt er í næstu málsgrein á undan. Lesbrigðið ‘heiði’ á þessum stað
má telja meðal þeirra sem sanna sameiginlegan uppruna textanna
fimm, JS, 145, 426, 455 og H, frá einu frumforriti eftir Möðruvallabók.