Gripla - 01.01.1993, Síða 15
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 15
brædder Veggerner enn Næfrum þaked Ræfrid (þakt um ræfred K);
Þorolfur bad menn sijna brioota upp þilid, enn er þeir naadu tymbur-
stocknum þaa tooku þeir marger eirn Stockinn sem aa feingu hallded,
og skutu pdrum Endanum wti Hirninguna (hirni'ngina K) so hart ad
næverner (nafarner K) hrutu af firerutann og hlupu i sundur Veggern-
er, so þar vard (var K) wtgaangur mikill. Þorolfur gieck wt firstur, þaa
Þorgils Giallande, þaa hver ad 0drum, tokst þaa bardage og varade (var
K) þad umm hrid ad Stofann giætte ad bake (á bak K) þeim. Enn er
hwn took ad brenna þo (svo, þa K) sookte Eldurinn ad þeim, fiell þaa
margt lid, þaa sookte (hljöp K) Þorolfur framm og hioo til beggja
handa og sookte þangad (+ ad K) sem merke Koongs var, i þvi fiell
Þorgils Giallande; Enn er Þorolfur kom framm ad Skialldborginne, þaa
lagde hann igiegnum þann mann med Sverde er merke Koongs bar
(bar firir konge K), þaa mælte Þorolfur nw geck eg þrem fotum til
skamt, þaa stoodu aa hpnum bæde Sverd og Spiot, Enn Koongur5 veitte
hpnum banah0gg, og fiell hann so davdur nidur. Koongur seiger hætt-
um nw þessu slæge, þvi vier hpfum feingid Sigur, talar sijdann til Avl-
vers Hnúfu, bijd þw hier epter, og greptra Þorolfs Lijk, og þeirra sem
hier fiellu, enn græd þaa sem lijft er.’
§ 14. í 145 er eyða sem skrifarinn (Jón Gissurarson) virðist þó hafa
haft grun um hvernig ætti að fylla. Þar ætti að standa ‘bautasteina’
(sbr. FJ bls. 6620), en Jón hefur skrifað ‘éya’ (= eyna, eina) á eftir lítilli
eyðu sem myndi rúma ‘bautarst’ (eða ‘bautast’). Á sama stað í 426 hef-
ur verið eyða, en í hana er skrifað með annarri rithendi ‘Bautar-
steina’. í 455 er skrifað ‘Bautarsteina’ með breyttri skrift, en sama
bleklit og líklega sömu rithendi. Þarna kynni að hafa verið eyða í upp-
hafi. í JS er ekki að sjá að fyllt hafi verið eyða á þessum stað, heldur
stendur þar með hendi Jóns Erlendssonar ‘Bautarsteina’. í H er prent-
að ‘Bautasteina’ (bls. 3430). í 568 I hefur málsgreininni verið sleppt. Af
þessu verður glöggt að orðið hefur verið torlæsilegt í frumforriti þess-
ara texta.
Næst á eftir stendur í 145, 426, 455 og H: ‘þeir létu græða siúka
menn’. Og er það M-texti (FJ bls. 6621). Sökum skerðingar á blaði
verður ekki fullyrt hér um texta í 568 á eftir ‘græða’. En í JS stendur:
‘þeir lietu græþa saara menn’. Má vera að það sé lagfæring Jóns Er-
lendssonar. í W og 8 stendur að þeir ‘létu græða sár manna’.
Hér lýkur texta líkum K.
5