Gripla - 01.01.1993, Síða 17
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 17
145 og JS og 426 'braut og hurfu’. í 8 stendur ‘til rvms sins’, þar sem í
hinum þremur stendur ‘til ruma sinna’. í síðara tilfellinu er þó sam-
kvæmnin merkari en mismunurinn, því að í öðrum textum (M, K og
H) stendur ‘sætis’ í st. ‘rvms’ ('ruma’).
Skyldleikinn við 8 verður ótvíræður í framhaldinu, þar sem JS og
426 halda áfram með texta samhljóða 8 þó að ekki virðist hafa verið
þörf á því samkvæmt afmörkun eyðunnar í 145 og 455. Framhaldið er
þetta samkvæmt JS (og 426):
Nu skulut þid vita ykkarn lut, jt hafed vered med oss um rid vel
sidader. hefur mer til ykkar vel þokknaz.
Eina afbrigðið er orðið ‘þokknaz’, þar sem 8 hefur ‘hvgnat' og er þar
reyndar í samræmi við M og önnur eftirrit M-texta (568 hefur að vísu
‘hugnnast’). ‘þokknaz’ verður því að teljast frávik í því forriti sem JS
og 426 eru frá runnin. Það er og athyglisvert að orðmyndin ‘jt’ er ein-
stök hér í JS og stafsetningin ‘lvt' og ‘rid’ mun sjaldgæf þar, ef ekki ein-
stök (sbr. ‘hríd’ á sömu blaðsíðu, 6. línu a.o.) í 8 eru sömu orð skrifuð
‘It’ og ‘lvt’ og ‘rið’.
Þá er og ljóst að í eyðufyllingu í 145 hefur verið tekið upp einni setn-
ingu of mikið. Lokasetningunni er ofaukið, þar eð hún samsvarar upp-
hafssetningu eftir eyðu, þó að orðin séu allt önnur. Og upphafssetning
eftir eyðu í 145 og 455 er samhljóða í öllum þeim uppskriftum sem hér
um ræðir ættuðum frá M, - nema auðvitað JS og 426 -, þó að sú setn-
ing verði nú ei fundin í M smkv. lestri FJ (og GM): ‘Nu skulu þid fá
seiger kongur þad er þid beyddust’ (145, en hin ‘beidist’) ‘aff mier’
(145, 455, 568 og H).
Ræða konungs eftir eyðuna hefur verið tekin upp hér fyrir framan
smkv. 145 og er hún samhljóða í 455, 568 og H, nema þeir hafa sem áð-
ur er getið ‘beidist’ (í st. ‘beyddust’) og auk þess hefur H ‘dugandi' í st.
‘dugad’, og að vísu er 568 styttur texti. En hinn sameiginlegi texti virð-
ist vera runninn frá M, þó að hann sé vissulega ófullkominn, þar eð M
hefur enn verið torlesin.
Þess var getið hér á undan að texti í 568 á því bili sem svarar til eyð-
unnar í 145 og 455 virtist vera sams konar texti og eyðufyllingin í 145
og samsvarandi texti í JS og 426 og því skyldur 8. Sú skoðun styðst við
orðin ‘aptur til rums syns’ sem eru samhljóða 8. Varla er mark takandi
á því að í 568 er bætt við orðunum ‘med hird sinni’ þar sem sagt hefur
verið að kóngur sæti í málstofu. Enginn annar texti hefur þessi orð. En
2 Gripla