Gripla - 01.01.1993, Page 18
18
GRIPLA
af því að sjón er sögu ríkari skal hér taka upp kafla úr 568 sambærileg-
an við þann sem tekinn hefur verið upp úr 145 annars vegar og 8 hins
vegar:
kongur leit vid honum og m. til hans helldur stutt [ei (?) man eg
þad leyfa] yckur, hier skulu þid vera med mier. þeir geingu þa
aptur til rums syns. Annfan dag epter] sat kongur i maalstofu
med hird sinni, og liet þangat kalla þa m (?) olver og [Eyvind].
Nu skulu þid faa seigir kongr þad þid beidist af mier, þviat þid
haft (svo) verit vel sidadir. Og Jafnann vel dugat. hefmier (svo)
ad yckur vel hugnnast.
Fyrrnefnd viðbót í 568 ‘með hird sinni’ hefur getað komið eins og af
sjálfu sér úr penna heldur hirðulauss skrifara, þó að hann virðist ann-
ars yfirleitt stytta textann. Framhaldið - frá ‘Nu skulu þid faa’ - er aug-
ljóslega sami texti og tekur við eftir eyðuna í 145 og 455 og eru þar úr-
fellingar af því tagi sem einkennir texta í 568.
H er sér um texta á sama bili og eyðan er í 145 og 455. Texti H er á
þessa leið:
Koongur leit vid hpnum og mællte reiduglega: þid skulut samt,
vera kirrer i hird minne og þiggia spmu koste og aadur hpfdud,
þeir geingu aptur til sijns sætes, og svprudu avngvu. Annan dag
seiger Koongur vid þaa, Nw skulu þid faa seiger Koongur, þad er
þid beidiz af mier, þviad þid hafid verid hier um hrijd med mier
og verid vel sidader, og jafnann vel dugandi, hefur mier til yckar
um alla lute jafn vel hugnad (Hrappseyjar-Egla, bls. 35).
Það er athyglisvert að í þeim texta H sem samsvarar títt nefndri
eyðufyllingu, verður vart svips með orðalagi á sambærilegum stað í
Eglu Lærða-Gísla. Þar byrjar ræða kóngs svo:
(Enn er köngur heirde þetta, m. hann) 01ver skal samt vera med
hyrd minne . . . (AM 454 4to, bl. 15v).
Og í H segir kóngur: ‘þid skulud samt vera kirrer i hird minne . . .’.
Að öðru leyti gæti texti H á þessu bili verið tilbúningur skrifara,
nema e.t.v. orðin ‘aptur til sijns sætes’ sem samsvara texta M: ‘aptr til
sætiss síns’ (sem reyndar er samhljóða í Ketilsbókum). Framhaldstext-
inn er hins vegar nær eins og texti í 145 og 455 á eftir eyðunni.
Niðurstaðan virðist sú að í sameiginlegu forriti allra þessara texta