Gripla - 01.01.1993, Qupperneq 19
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 19
hafi verið skilin eftir eyða sem samsvarar eyðunni í 145 og 455. í milli-
lið þessa forrits og JS og 426 hefur eyðan verið fyllt með texta líkum 8
og þá viljandi eða óvart tekinn upp meiri texti en nauðsyn krafði. Sams
konar aukatexti hefur verið notaður til að fylla eyðuna í 145 og einni
málsgrein bætt við um fram þörf. Loks hefur texti af sama tagi enn ver-
ið notaður til að fylla eyðu í 568 eða forriti þess, en þar hefur ekki
neitt verið tekið upp um fram eyðufyllingu. Þessi þrefalda notkun sams
konar eyðufyllingartexta er ekki undarleg, þegar þess er gætt að W-
texti Eglu hefur verið víða til eins og margvísleg brot af honum sanna.
§ 16. Rétt á eftir bregður fyrir orðalagi í JS, 145, 426, 455 og H sem
enn einu sinni sannar uppruna þessara texta allra frá sameiginlegu
frumforriti. Kóngur segir um Ölvi samkvæmt FJ bls. 681: ‘Vil ek hann
eigi lausan láta . . .’ (Enn læsilegt í M). Og sama stendur í útg. GM. En
í áður nefndum fimm textum er þetta orðað svo: ‘vil ek hann ekki (ei
JS) missa né lausan láta.’ Hér er 568 skert: ‘vil eg hann ei 1 . . .’, en síð-
asti stafur bendir til að þessi texti hafi hér verið líkur M.
§ 17. Þess er að geta að næst á undan umræddri eyðu í 145 og 455
(sbr. § 15) og samsvarandi texta í JS, 426 og H, greinist orðalag á þann
hátt að næst á eftir ‘Þórólf’ (sbr. FJ bls. 67u) stendur ‘því hann var
frændi okkar’ í 455, JS, 426 og H, og ‘hann var frændi ockar’ (upphaf
skert) í 568, en ‘frænda vorn’ í 145 og 8 og W, og ‘frænda ockarn’ í M
samkvæmt FJ bls. 6711-12 og GM bls. 95 (greina má daufar leifar af ‘ock-
arn’ á ljósmynd af bl. 70rb, efstu línu). Ölvir talar hér fyrir munn
tveggja, og í Möðruvallabók og í W segir hann ‘vit’ o.s.frv., en í 8
stendur ‘ver’ o.s.frv., og í 145 fyrst ‘vier’, en síðan ‘ockur’, ‘ockura’,
‘víd’ og loks ‘vorn’.
Hafi skrifari 145 hér haft hliðsjón af 8 eða náskyldum texta, þá gegn-
ir furðu að hann skyldi ekki fylla eftir því eyður forrits síns. Hér verð-
ur því e.t.v. að gera ráð fyrir tilviljun.
§ 18. Á einum stað er augljóst að skrifari frumforrits þessara sex
texta, JS, 145, 426, 455, 568 og H, hefur breytt auðlesnu orði Möðru-
vallabókar að geðþótta sínum. Skallagrímur kemur til föður síns, þá er
hann hefur lagst í rekkju af harmi og elli eftir lát Þórólfs, ‘bað hann
hressa sik, sagði at allt var annat athæfiligra en þat at auuirðaz ok
leggiaz í kaur’ (bl. 70vb, FJ bls. 729). í nefndum sex textum stendur hér
‘gráta’ í stað ‘auuirðaz’. í 568 stendur reyndar ‘ohæfilegra’ í st. ‘athæfi-
ligra’. Orðalagi er og breytt að öðru leyti og vísa Kveldúlfs felld niður í
þessu handriti (sbr. § 19).