Gripla - 01.01.1993, Page 21
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 21
stood’ eins og stendur í JS, 426 og 455. En í 145 er breyting: ‘þar madur
stood'. í 568 vantar þetta efni og meira til sökum skerðingar á blaði.
§ 23. Litlu neðar í sama dálki Möðruvallabókar (= FJ bls. 9319) segir
um Sigmund heimamann Skallagríms: ‘Hann bio þar er kallat var a as-
mundar stoðum’. Punktar eru undir ‘as’ í ‘asmundar’ og fyrir ofan for-
setninguna ‘a’ og ‘a’ fremst í ‘asmundar' er skrifað ‘sig’ (óvíst hvort
leiðréttingin er með hendi bókarskrifarans, en þó vafalaust mun eldri
en sautjándualdaruppskriftir textans). Textunum sex ber ekki saman
um þetta bæjarnafn. í H er prentað 'Asmundarstpdum’, en í hinum
stendur ‘Sigmundarstodum’. Skýringin á þessu ósamræmi milli H og
hinna textanna fimm kynni að vera sú að í frumforriti þeirra allra hafi
verið skrifað nákvæmlega eins og í Möðruvallabók, þ.e. ‘a asmundar-
stodum' með ‘sig’ fyrir ofan ‘a a’, en síðari skrifarar hafi valið á milli.
Mætti þá og virðast sennilegt að sú venja Egluhöfundar að láta heima-
menn Skallagríms og förunauta setjast að á jörðum samnefndum sér
hefði getað styrkt eftirritara í þeirri skoðun að ‘á Sigmundarstöðum’
væri rétta nafnið. Þess má geta að kaflann um Odd og Sigmund vantar
í W og 8. Og setningarnar um bústaði Sigmundar eru ekki í K.
§ 24. Á bl. 73va í Möðruvallabók segir m.a. frá járnsmíði Skalla-
gríms, og að hann léti gera smiðju í Raufarnesi, ‘þotti honum skogar
þar fiarlægir.’ Hér vantar augljóslega neitun (‘þar var skamt til skogar’
stendur í W og 8 og K). í Hrappseyjar-Eglu hefur verið gjörð leið-
rétting: ‘þotti hpnum Skoogar þar naalæger’ (bls. 49 neðst). Og í JS og
426 er leiðrétt á annan veg: ‘þotti honum skögar þar ei fiærlægir’. En í
455 er óbreyttur M-texti: ‘þötti hónum skogar þar fiærlæger’, - og í 145
er aðeins vikið við orðaröð: ‘þötte honum þar skogar fiarlæger’. Hér er
auðsætt að sameiginlegt frumforrit hefur haft þetta óbreytt eftir
Möðruvallabók. (Sbr. FJ bls. 976). Texti er skertur í 568.
§ 25. Vísa Skallagríms um járnsmíði kemur hér rétt á eftir (bl.
73va-b = FJ bls. 98). í þessari vísu hafa JS og 426 þrjú lesbrigði í sam-
ræmi við W og 8 og e og enn eitt af sama tagi og W og 8. Hins vegar
hafa H og 145, 455 og 568 annan texta og sumpart líkara M, en þó með
miklum afbökunum. Tvö síðustu vísuorðin vantar reyndar í 145, 455 og
568. Óvíst er að þetta sýni sérstök tengsl milli þessara þriggja texta.
Mætti vera að þau geymdu hér texta frumforrits. Þess er að gæta að
tvö síðustu vísuorðin í H minna nokkuð á e og K. Fyrsta orð í sjöunda
vísuorði er ‘hitu’ í H, ‘hetu’ í e og ‘h‘u’ í K (‘heitu’ M, ‘heiter’ W og 8).
Seinasta orð vísuorðsins er ‘bitra’ í H, en ‘kýtra’ í e (‘kytur’ M, W og