Gripla - 01.01.1993, Síða 22
22
GRIPLA
8). Áttunda vísuorð hefst á ‘hreggum’ í H, ‘hrek vm’ í e (‘hreGS vind’
M og W, ‘hregs vnd’ 8).
§ 26. Fyrsta vísa Egils samkvæmt sögunni er á bl. 74ra í Möðruvalla-
bók (= FJ bls. 101) og er vel læsileg. Vísuna vantar í 568. í H og í 455 er
þessi texti varðveittur óbrenglaður að heita má. Undantekning er 8.
vo., sem er þannig í M: ‘linz oðar smið finna’. í H og í 455 stendur:
‘Linnz eidar mier finna’, og í 145: ‘Línseydar mier finna’. Annars er hér
sami texti í 145 og í H og 455, nema afbakanir eru fleiri: í 5. vo. hefur
‘þægir’ orðið ‘sæer’ og í 7. vo. hefur ‘liosundinna’ orðið ‘Liodsmid-
inna’. í JS og í 426 eru a.m.k. tvær lagfæringar í samræmi við 8, en
þeim ber þó ekki saman um 3. vo. í M stendur: ‘hann var ek fuss at
finna’. í stað ‘var’ stendur ‘em’ í JS (og í 8), en í 426 stendur ‘einn
var’.
§ 27. Önnur vísa Egils er litlu neðar í sama dálki Möðruvallabókar
(bl. 74ra, FJ bls. 101-102) og einnig auðlesin. Vísuna vantar í 568. í H
og hinum handritunum fjórum er M-texti lítt aflagaður. í 145 og 455 og
H stendur hér ‘saragagls’ í stað ‘sargagls’ í 2. vo., en í JS stendur ‘Sar-
dags’ og er það lesbrigði í samræmi við W og 8, og í 426 stendur ‘sara-
dags’. 1145 virðist standa ‘brunrotar’ í 4. vo. í st. ‘brimrotar’. Hins veg-
ar hefur 145 varðveitt M-orðmyndina ‘beck fidurs’, þar sem hin hand-
ritin og H hafa ‘beckfidris’. (M-orðmyndin ‘beck fiðrs’ er reyndar
afbökun í st. beckþiðurs’ eins og skrifað er í 8 og e og auk þess í W
með leiðréttingu). Lesbrigði Jóns Gissurarsonar (þ.e. í 145) ‘fidurs’
kynni að vera lagfæring hans í st. ‘fidris’, þar eð honum hafi þótt ‘fid-
urs’ skiljanlegra.
§ 28. Nú er komið að fyrri eyðunni í Eglu-texta Möðruvallabókar,
þar sem blað vantar í bókina á eftir bl. 77, sem endar á orðunum ‘þa
tok at liða at ælui’ (sjá FJ bls. 1356 og SN bls. 109,). Hér er prentaður
texti úr JS 28 fol. með lesbrigðum úr hinum textunum fimm, Hrapps-
eyjar-Eglu, AM 145 4to, 426 fol. og 455 4to auk 568 4to II sem nú hef-
ur tekið við af 568 4to I (sbr. kaflann ‘Helstu niðurstöður’, 7. grein).
Um leið er gefinn gaumur að sambærilegum lesbrigðum í W, 8 auk K.
Texti úr JS ásamt lesbrigðum úr H og úr hinum handritunum fjórum
er prentaður hér á eftir á bls. 28 o. áfr.
§ 29. Á bl. 81rab í Möðruvallabók stendur: ‘siðan / ver settuz’ (sbr.
FJ bls. 16518). í JS er síðasta orðið skrifað ‘sættunst’ og ‘sættust’ í 145,
426 og 455. Hér er 568 samhljóða M. En í H stendur: ‘sijdann vier sett-