Gripla - 01.01.1993, Síða 25
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 25
ryd mædis knaa ek reida
rædur gunnuala brædis
gelgiu seil aa galga
geír wedr lofí ath meíra.
Þess er áður getið til að skrifari sögunnar í 455, Helgi Grímsson, hafi
látið hjá líða að skrifa þessa vísu sökum þess að hann hafi talið hana
óskiljanlega (sbr. ‘(öskilin)’ á spássíu). Þá mætti ætla að vísutextinn í
hinum handritunum fjórum og í Hrappseyjar-Eglu væri runninn frá
frumforritinu, sem hefði haft hann eftir Möðruvallabók, en að vísu
nokkuð brenglaðan vegna þess hvað vísan hefur þá þegar verið torles-
in. Ekki væri líklegt að skrifari frumforritsins hefði sótt vísuna í annað
handrit, því að hann hefur verið vanur að skilja eftir eyðu þar sem
Möðruvallabók var að ráði vandlesin. Mátt hefði vænta eyðu í öðrum
eftirritum sögunnar, ef svo hefði verið hér í forritinu, og hefur þegar
verið getið ýmissa tilfella af því tagi.
í vísutexta Möðruvallabókar eru reyndar tvö lesbrigði sem myndu
girða fyrir að vísutextinn í 145 og hinum eftirritunum auk Hrappseyjar-
Eglu gæti verið þaðan runninn, ef víst væri að þau væru rétt lesin í út-
gáfu FJ. En á því leikur vafi í báðum tilfellum. Fjórða vo. hefst á ‘heið-
is’ sem er auðlesið seinast í línu í handritinu (sjá bl. 82va, 29. línu). En
afgangur vísuorðsins í upphafi næstu línu er mjög máður, einkum fyrra
orðið, sem sýnist þó byrja á ‘un’, og bæði FJ og GM hafa lesið ‘unga’,
og svo er skrifað í W og K. En r) hefur hér ‘vínga’ og sama stendur í
145 og hinum eftirritunum, en ‘vindga’ í H. Augljóst er að ‘vinga’ eða
‘vindga’ er eina rétta orðið á þessum stað (sbr. ‘vindga meiði’ Hávamál
138).
í Möðruvallabók er svo háttað að nú verður ekki greint nema ‘un’
eins og fyrr er getið af orðinu á undan ‘meiði’, þótt bæði FJ og GM
hafi þóst geta lesið ‘unga’. Næst á eftir ‘un’ má greina leifar af ‘g’, en
alls óvíst er um næsta staf þar á eftir. Sá kostur hefur verið athugaður
að ‘un’ gæti verið ‘ui’ og fyrri liður af ‘n’, en samkvæmt samanburði við
stafagerð sama skrifara virtist varla rúm fyrir þetta á undan ‘g’. Því er
líklegra að þar hafi staðið ‘unga’ eins og þeir FJ og GM hafa lesið en
‘vinga’ eða ‘vindga’.
Síðara lesbrigði sem athuga þarf í þessu sambandi, er ‘seið’ í 7. vo. í
texta Möðruvallabókar samkvæmt lestri Finns, en GM tekur fram að
orðið sé máð og prentar ‘seil’ í samræmi við eftirrit. Skemmst er af að