Gripla - 01.01.1993, Page 26
26
GRIPLA
segja að nú eru allir stafir orðsins óskýrir, og eins og fyrr er sagt hefur
Finnur getið þess í Skjaldedigtningen að orðið sé ógreinilegt. Þessi
lestur Finns verður að teljast ótraustur, enda nýtur hann einskis stuðn-
ings í öðrum handritum. ‘gelgiuseil’ kann að vera réttlesinn M-texti í
eftirritunum.
Niðurstaðan er sú að uppruni vísutextans í eftirritunum fjórum og H
verði að teljast óviss svo framarlega sem lesbrigðið ‘unga’ er rétt lesið í
4. vo. í texta Möðruvallabókar. Hins vegar er athyglisvert að Asgeir
Jónsson hefur lesið ‘vinga’ þegar hann skrifaði Eglu-texta eftir Möðru-
vallabók snemma á 18. öld. Hann skrifar ‘gelgíu feit’ í 7. vo.
Af sambærilegum textum er vísutextinn í r| líkastur texta eftirritanna
fjögurra og H. Þar eru bæði lesbrigðin ‘vinga’ og ‘seil’. Hins vegar er
fyrsta orð vísunnar í p einstakt, ‘Hwartangar’, þar sem eftirritin og H
hafa ‘Huarmtangar’ eins og W og K (að vísu - ‘tanga’ í K).
§ 31. Á bl. 83vb í Möðruvallabók stendur: ‘ænundr s. þa snellt miog’
(sbr. FJ bls. 1867). ‘snellt’ er einnig skrifað í 145, 455 og 568, en í JS og
426 stendur ‘svellt’. í H er hins vegar lesbrigðið ‘geistur’, og í K stend-
ur ‘geistr’ og ‘geystr’ í W (þar er og annað orðalag).
§ 32. Næst á eftir bl. 83 í Möðruvallabók vantar enn blað í texta Eg-
ils sögu (sbr. FJ bls. 18724—1959). Bl. 83vb endar á orðunum ‘or sygna
fylki .xij.’ Texti sem nemur eyðunni er prentaður hér á eftir og er farið
eftir texta í JS með orðamun úr Hrappseyjar-Eglu og úr hinum eftirrit-
unum fjórum. Jafnframt verður getið lesbrigða í 0, W og K, þar sem
þau skipta máli.
Textinn ásamt lesbrigðum hinna handritanna og H er prentaður í
lok þessa kafla á eftir texta fyrra týnda blaðsins, bls. 35 o. áfr.
§ 33. Efst á bl. 91vb í Möðruvallabók er torlesinn stuttur kafli (raun-
ar ekki sá eini í þessum dálki) sem samsvarar síðustu línum í 70. kap. í
útgáfu FJ. Þeir FJ og GM hafa hér samhljóða texta og að því er virðist
rétt lesinn. En í þeim sex textum sem hér um ræðir er allfrábrugðinn
texti af einni rót runninn, en skiptist þó í tvo flokka. í Hrappseyjar-
Eglu bls. 140-141 stendur eftirfarandi: ‘0nundur Sioone og þeir
nockrer menn hanns hpfdu vopnast, og farid wt til Siooar ad siaa skip
þeirra og annan varnad, Þeir hpfdu sett epter nockra menn til vard-
veisln (svo): Þootti þeir 0nundi lidliett ad siaa, Koongsmenn laata nw
Oduliga um ferdina, og villdu ecki bijda’. Nær samhljóða texti er í 455
og samskonar í 145, þó að sumu sé lítið eitt vikið við eins og víða í
þeim texta. 145 er þó samhljóða H að einu leyti gagnvart hinum: ‘lid-