Gripla - 01.01.1993, Side 27
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR f 17DU ALDAR EFTIRRITUM 27
liett’ í st. ‘lidliettir’. í 568 eru felld niður orðin ‘vopnast og’. Texti í JS
og 426 er hér og af sama toga spunninn, en þar er einstakt orðalag:
‘varning. Þesser’ í st. ‘varnad. Þeir'. í Möðruvallabók má greina ‘varn-
at’.
§ 34. Nefna má dæmi þess að 455 og 568 hafi ein nákvæmlega réttan
M-texta: ‘Þorst. var og ecki vid hann ástudigt’. Þetta er óvenjulegt
orðalag og FJ hefur lesið: ‘Þorsteinn var ok ecki við hann ástúðigr’ (FJ
bls. 2936). Nafn Þorsteins er skammstafað í Möðruvallabók svo að fall-
ið sést ekki (sbr. bl. 95vb 3. 1. a. n.). Jón Helgason hefur leiðrétt þenn-
an lestur Finns og gjörir ráð fyrir að nafnið eigi að vera í þágufalli:
‘Þorsteini var ok ecki við hann ástúðigt’ (Bibl. Arnam. XX, Opuscula
I, bls. 353—4). í 145 er lýsingarorðið skrifað ‘astudugt’ en nafnið haft í
nefnifalli. í H hefur lýsingarorðinu verið breytt, en hvorugkyni samt
haldið: ‘aastwdligt’, - og nafnið er í nefnifalli. En í 426 stendur ‘astíid-
ligur’ og í JS ‘astudlegur’ og nafnið auðvitað í nefnifalli. Auðsætt er að
455 og 568 hafa hér varðveitt rithátt og orðalag frumforrits textanna
sex sem hér um ræðir. í öllum hinum hefur ‘Þorst.’ eða ‘Þst.’ verið les-
ið sem ‘Þorsteinn’, þó að tvö hafi haldið hvorugkynsmynd lýsingar-
orðsins. Aðeins í forriti að JS og 426 hefur kyn lýsingarorðsins verið
samræmt nafnorðinu. Fyrrgreint dæmi nægir þó ekki til að sanna sér-
stakan skyldleika með 455 og 568.
§ 35. í vísunni ‘Áttak erfinytja’ (57. er. í útg. FJ, 55. er. í útg. SN) er
ritvilla í Möðruvallabók, ’varna’ í lok 5. vo. (sbr. bl. 96ra), þar sem ef-
laust ætti að standa ‘vatna’. Þessi ritvilla hefur hvað eftir annað verið
endurtekin í eftirritum Möðruvallabókar. Hins vegar hafa Finnur Jóns-
son og Sigurður Nordal báðir leiðrétt villuna í útgáfum sínum af Egils
sögu með tilvísun til að í K standi ‘vata’. Það lesbrigði er að finna í
öðru eftirriti séra Ketils, AM 453 4to, en í hinu, AM 462 4to, stendur
‘vatna’ (skrifað ‘vat3’).
§ 36. Bls. 1745-17530 í Hrappseyjar-Eglu er K-texti. í H bls. 1758-9
stendur ‘þaa rijda þeir Þorsteirn id nedra um gptuna, og inn um til
Siaafar’, og er þetta samhljóða K-texta í AM 462 4to, en í hinum K-
textanum (453) stendur ‘þa ridu þeir Þorst. it nedra um gþtuna, og inn
til siáfar’. Hins vegar ber H-texta saman við K-texta í 453 á öðrum stað
þar sem ósamræmi er með K-textunum tveim. Þetta er á bls. 175:" í H:
‘Enn um daginn efter sende Þorsteirn Hwskarl sinn þess erindis til
Steinars ad hann færde bwstad sinn’. Þetta er orðrétt eins í 453, en í
462 er sleppt orðunum ‘til Steinars’.