Gripla - 01.01.1993, Page 44
44
GRIPLA
áður er getið mjög illa máð og torlesið (sbr. § 13), en af hinum upp-
skriftunum er að sjá sem slitrótt uppskrift þessa texta hafi verið á
frumforriti þeirra uppskrifta sem hér um ræðir: fyrst hefur verið eyða
sem nam nokkrum línum, síðan texti með tveim smáeyðum og hefur sá
texti náð niður dálk M bl. 69va, en ekkert skrifað upp af M bl. 69vb,
heldur skilin eftir eyða. Skrifari 568 I hefur ekki hirt um þessi slitur, en
ekki viljað hafa eyðu í sínum texta og hleypur því yfir allt saman at-
hugasemdalaust. í 568 I endar bl. 9r í miðri neðstu línu á orðunum: ‘at
þeir villdi taka Þorolf af lyfe’ (sbr. FJ bls 6020-21). Blaðið er lítið eitt
skert efst og því verður ekki séð hvernig texti hefst á bl. 9v fyrr en með
orðunum ‘mitt fie’, sbr. FJ bls. 65", og vantar því sem svarar einni línu
í FJ. Sú lína virðist samsvara efstu línu í Möðruvallabók bl. 70ra, sem
hefst á orðunum: ‘þeira er lifuænir ero’. í frumforriti uppskriftanna
hefur verið bætt um þessa ófullkomnu textabyrjun: ‘Kongur lætur
græða þa er lyffuæner eru’ (145 og nær eins í hinum). Að líkum lætur
að texti efst á bl. 9v í 568 i hafi byrjað með sama hætti.
í 568 I er sleppt báðurn fyrstu vísum Egils, og auk þess vantar tvær
síðustu línur af vísu Skallagríms urn járnsmíði sína (3. v., FJ bls. 98).
Um það síðar nefnda er áður getið í § 25, þar sem bent er á að vísunni
er einnig ábótavant að þessu leyti í 145 og 455. Þessir þrír textar hafa
ásamt H þennan vísutexta með nokkrum sameiginlegum einkennum
og öllu líkari M en vísutextinn í JS og 426, sem dregur dám af textan-
um í W og 8 og e. Vel mætti vera að vísutexti frumforritsins hefði verið
ófullkominn að þessu leyti og textar í JS og 426 hafi verið botnaðir
með hliðsjón af texta annarra handrita, og sama máli kynni að gegna
um H, þar sem tvær síðustu línurnar minna nokkuð á e og K.
Það sem sker úr um náinn skyldleik textans í 568 I við texta Z-flokks
á stemma, er dæmi um samskonar textarugling, þar sem JS og 426 hafa
M-texta. í FJ bls. 881W2 og í JS og 426 stendur: ‘Hafði hann ok fengit
reiði konungs fyrer þa sok. Hann tók til forráða skipit, eptir er Kveld-
úlfr var dauðr’. - En í hinum textunum fjórum stendur: ‘hafdi og feing-
id reidi Koongs firir þaa spk, ad hann took til foraada skipid. epter þad
Þorolfur var davdur’ (H bls. 45). Þó að texti í 568 I hefjist hér á enn
rneiri brenglun, ‘Þorolfur hafdi . . .’, og óljóst sé vegna skerðingar,
hver var dauður, þá er þetta samskonar textaruglingur.
í 568 II vantar nú tvö blöð, annað hefur átt að vera á milli bl. 25 og
26, hitt á milli bl. 28 og 29. Þessi texti sýnir jafnljóslega og hinn fyrri að
hann er af sama uppruna og hinar uppskriftirnar. Þessum texta er eins