Gripla - 01.01.1993, Page 45
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 45
farið og 568 I að því leyti að hann stendur nær þeim flokki sem hér er
nefndur Z*. Þetta er heldur vandaðri texti en 568 I, þó að fyrir komi
að þar vanti orð og jafnvel heilar setningar. Á tveim stöðum er 568 II
líkara M en hinir textarnir. 'fyst' FJ bls. 1309 er aðeins í 568 II, og ‘sett-
uz’ FJ bls. 16518 er hér skrifað ‘settúst’, en ‘sættunst’ í JS og ‘sættúst’ í
145, 426 og 455. í H eru önnur orð og samhljóða í K.
Nokkuð ber hér á viðleitni til að bæta um texta. Þá er Egill hefur sjö
vetra gamall vegið mann í fyrsta skipti, þykir móður hans mikið til
koma og ‘kvað þat mundu fyrir liggja, þegar hann hefði aldr til, at hon-
um væri fengin herskip’ FJ bls. 1244-5. Seinasta orði breytir skrifari
texta í 568 II í ‘herklæði’, sem er miklu raunsærra miðað við íslenskar
aðstæður. Á öðrum stað bætir skrifarinn við lýsingarorði, sem hefur
líklega verið í frumtexta sögunnar, þótt horfið sé úr texta Möðruvalla-
bókar. f M segir svo: ‘Haraldr konungr faðir þinn tók af lífi ágætan
mann, Þórólf, fQðurbróður hans, af rógi manna, en af engum spkum’
(FJ bls. 21919-21). í 568 II er lýsingarorðinu ‘vondra’ aukið inn á eftir
‘rógi’ og svo vill til að sama orð er á þessum stað í texta W og K. Ann-
ars verður þess ekki vart að 568 II hafi orðið fyrir áhrifum af þessum
textum eða öðrum þeim skyldum, og því er líklegast að skrifarinn hafi
hér hitt á að auka inn upphaflegu orði.
í lok 59. kap. (FJ bls. 221 neðst) hefur skrifarinn einnig bætt um eftir
sínum smekk. Þar segir svo í Möðruvallabók: ‘Þeir helldu vorð a næR
timi mundi vera at hitta konung’. En í 568 II er setningin á þessa leið:
‘Þeir hielldu vord a nær tymenn mundi hendtugastur vera til ad hitta
kong’.
Geta má enn eins staðar þar sem skrifari texta í 568 II virðist hafa
bætt um af hyggjuviti sínu, en eitt orð hefur brenglast þar í frumforriti
umræddra uppskrifta. í Möðruvallabók stendur skýrum stöfum:
‘Bergaunundr var heima at bui sinu þa er konungr for i leiðangr. þviat
honum þotti vuarligt at fara fra bui sinu meðan Egill var eigi or landi
farinn’ (bl. 84rb). ‘vuarligt’ hefur verið lesið sem ‘vndarligt’ í frumfor-
riti eftirritanna og stendur það í þeim öllum nema 568 II. Skrifari þess
hefur fundið að ‘vndarligt’ átti ekki vel við á þessum stað og hefur
breytt því í ‘otrýgelegt’ og þannig hitt á orð sömu merkingar og upp-
runalega orðið.
Loks er eitt dæmi þar sem skrifari textans í 568 II hefur sennilega
fært í upphaflega mynd orð sem virðist hafa brenglast í frumforriti um-
ræddra texta. Þetta er í síðara eyðufyllingarkafla hér að framan, 4. línu