Gripla - 01.01.1993, Page 46
46
GRIPLA
57. kapítula, þar sem segir að Eiríkur konungur ‘skaut á herþingi’.
Orðið ‘herþingi’ stendur hér í öllum eftirritunum nema 568 II, sem
hefur hér orðið ‘husþingi’ eins og stendur bæði í W og K. Samkvæmt
orðasafni fornmálsorðabókarinnar í Árnasafni í Kaupmannahöfn kem-
ur orðið ‘herþing’ ekki fyrir annars staðar. Líklegt er að í M hafi orðið
verið skrifað ‘hþingi’ með us-bandi fyrir ofan h og að það hafi verið
lesið sem er-band.
8. Tvær litlar eyður í JS, 145, 426, 455 (568 er skert) í þeim kafla sem
varðveitir texta fyrra týnda blaðsins úr Möðruvallabók, sýna að þetta
blað hefur verið torlesið á tveim litlum blettum ofarlega í fyrra dálki
fyrri blaðsíðu. (Sbr. lesbrigði við 3.-4. og 5.-6. línu). Texti beggja
týndu blaðanna hefur verið tekinn upp hér og prentaður eftir JS. Á fá-
einum stöðum virðist glöggt að hin eftirritin og H hafi upprunalegri
lesbrigði.
4. VIÐAUKAR
I.
Um texta Höfuðlausnar í Hrappseyjar-Eglu og í AM 145 og 426 fol.
Kvæðið Höfuðlausn er ekki í Egils sögu-texta Möðruvallabókar. Hins
vegar er það í þremur þeirra texta sem hér eru til umræðu: Hrapps-
eyjar-Eglu, AM 145 og 426 fol. Finnur Jónsson hefur gefið kvæðið út í
Den norsk-islandske skjaldedigtning A I bls. 35-39 eftir Wolfenbiittel-
bók (W) og Egils sögu-brotinu e í AM 162 A fol. auk texta í bókinni
Literatura runica (Runi seu danica literatura, sem Ole Worm gaf út ár-
ið 1636), en einnig eftir uppskrift Árna Magnússonar í AM 761b 4to
eftir týndu handriti. Texta brotsins e hefur Finnur látið prenta stafrétt-
an aftan við Egils sögu-útgáfu sína 1886-8, bls. 345-6. Auk þess hefur
hann látið prenta endurbættan texta (‘restitueret text’) bls. 350-356
með lesbrigðum úr 14 pappírshandritum og úr handritum Snorra
Eddu, þar sem þau hafa varðveitt vísnaparta úr kvæðinu.
í útgáfu sinni í Skjaldedigtningen hefur Finnur leiðrétt lítið eitt fyrra
lestur sinn á Höfuðlausn á skinnbókarbleðlinum e, en hér skal bætt um
á fáeinum stöðum samkvæmt ljósmynd af bleðlinum: 1. erindi, 1. vo.
‘um’ er glöggt skrifað ‘Q’; 2. vo. ‘ber’ er skýrt skrifað ‘b’ með er-bandi
yfir; 5. vo. ‘eik’ sést allt; 2. er., 2. vo. ‘hroðurs’ má sjá allt saman (þ.e.