Gripla - 01.01.1993, Síða 47
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 47
‘hroðs’ með ur-bandi yfir ‘s’); 7. vo. ‘hann’ mætti fremur segja að vott-
aði fyrir en að því orði hafi verið sleppt (skrifað að venju með ‘h’ og
styttingarbandi); 4. er., 1. vo. ‘Ogs’, ‘s’ er óglöggt, en ‘g’ sést; 2. vo.
‘þrom’ virðist eiga að lesa ‘þraum’ (þ.e. ‘þum’ með ra-bandi yfir ‘þu’);
3. vo. ‘ox’, ‘x’ sést nokkurn veginn; 5. er., 2. vo. ‘uefr’ sýnist skrifað
‘uef’ með ur-bandi yfir ‘f’ (= uefur); 6. er., 1. vo. ‘a’ er skrifað ‘aa’; 8. er.,
1. vo. ‘saudul’ er skrifað ‘saudull’; 2. vo. ‘hialldr’ er skrifað ‘hialld’ með
ur-bandi yfir ‘d’ (= hialldur); 10. er., 2. vo. ok-bandið er skýrt; 12. er., 1.
vo. ‘gnaudar’ er allt skýrt; 17. er., 6. vo. ‘miaul’ (svo í útg. Eglu FJ,
‘miol’ í Skjd) er raunar skrifað ‘maul’; 20. er., 3. vo. ‘þykiumz’ (svo í
útg. Eglu FJ, ‘þykkiumz’ í Skjd) er skrifað ‘þyckiúz’; 6. vo. ‘mærdar’ er
skrifað ‘mnar' með ‘v’ yfir ‘m’ (= mvnnar, sbr. ‘munar’ í Literatura
runica).
Texti Ftöfuðlausnar í Hrappseyjar-Eglu er sem heild af sama tagi og
texti í AM 145 og 426 fol. og sömuleiðis texti Worms í Literatura run-
ica og Björns á Skarðsá o. fl. (sjá FJ bls. 350-356 ásamt lesbrigðum).
Gerð textans í e er og í betra samræmi við nefnda texta en við Wolfen-
buttelbók.
Engu að síður er víða talsverður orðamunur ef texti Hrappseyjar-
Eglu er borinn saman við 145 og 426 (og aðra). Hins vegar hafa 145 og
426 víða sameiginlegar afbakanir. Fyrsta orð drápunnar í 145 og 426 er
‘vestan’, en ‘vestr’ í öllum öðrum. Annað orðið er ‘com’ í H, 145, 426,
og W, en ‘fór’ í K. Og í lok 1. erindis hefst 8. vo. í H á ‘Minnes’ og
sama stendur í 145, 426 o. fl., en ‘mins’ í e og W og ‘minn’ í K. Auk
þess eru í 145 og 426 nokkur sérkennileg lesbrigði sem flest mun mega
telja til afbakana. Virðist auðsætt að texti kvæðisins í 426 sé runninn
frá 145. í 426 má að vísu finna fjögur lesbrigði sem að einu undan-
skildu verða ekki fundin annars staðar, en þessi þrjú einstöku eru lík-
lega lagfæringar: ‘virdum’ í stað ‘verium’ í 145 og mörgum öðrum, þar
á meðal W (16. er., 2. vo. í útg. FJ bls. 355), ‘skeidgeirs’ í st. ‘skydgeyrs’
í 145 o. fl. í 8. vo. sama erindis, ‘hlátrar’ í st. ‘hlatra’ í 145 o. m. fl., og
fjórða lesbrigðið er ‘sódul’ í st. ‘sódull’ í 1. vo. í 8. er., og er 426 þar í
samræmi við mörg handrit önnur en 145, handrit Björns á Skarðsá auk
e og texta Worms.
Þess má geta að í fjórða stefi (15. er. í FJ) verður ágreiningur um eitt
orð milli þessara náskyldu texta, þar sem AM 145 og 426 fol., Worm,
W og AM 128 fol. hafa lesbrigðið ‘hrutu unda bý’, en Hrappseyjar-
Egla og e ásamt texta Björns á Skarðsá o. fl. hafa ‘flugu unda bý’.