Gripla - 01.01.1993, Page 48
48
GRIPLA
Sá sem bjó texta Hrappseyjar-Eglu til prentunar hefði getað sótt les-
háttinn ‘flugu’ í þann texta Ketilsbóka (eða e) sem hann hefur gripið til
annars staðar, en einnig mætti vera að þeir Björn hefðu báðir gjört
samskonar lagfæringu af hyggjuviti sínu, þar eð þeim hefði þótt eðli-
legra að segja bý fljúga en hrjóta. Skyldleiki H-texta kvæðisins við 145
og 426 kemur einnig fram í því að millifyrirsagnir kvæðisins eru yfir-
leitt hinar sömu í þessum textum.
í 145 hefur kvæðið aftur á móti bæði formála og eftirmála sem ekki
vottar fyrir í H. Á undan formála og á eftir eftirmála eru dregnir svig-
ar, sem munu vera verk Árna Magnússonar, því að hann hefur skrifað
á spássíu við upphaf kvæðisins: 'parenthesi inclusa standa eigi í bók
Jons Hakonarsonar: helldr connecterast þar immediate þad sem fyrer
og epter parenthesiu stendur. a hier so ad hlaupast yfir 5. bladsidur’.
Formálinn er þessi: ‘Eigill Skallagrýmson kuad suo nær hann leýste
hóffud sitt vr heliu J Jöruýk aa NordJmbra lande sem er partur vr
Einglande Anno 934. Eýrekur kongur og hýrden aull hlustade til.’
En eftirmáli er á þessa leið: ‘Ad þessu kuednu seint, hatt, skýrt, og
skórugliga, þagnar Eigill Skallagrýmson horffande suo uppa kongenn.’
í 426 er að loknu kvæðinu stuttur eftirmáli sem virðist tekinn upp úr
formálanum í 145: ‘Hier endar Drapuna Eigils Skallagrýms sonar,
hvoria hann kuad J Jörvijk a nordýmbra lande sem er partur úr Eng
lande.’
Þess er áður getið hér að framan (bls. 11) að Árni Magnússon hefur
skrifað á spássíu við eyðu í 145: ‘hier er audur skalle i bok Jons Hakon-
ar sonar.’ Bók Jóns Hákonarsonar er sú sem nú er nefnd JS 28 fol.
Þetta sést af skrifi Árna á miða sem hefur verið límdur í AM 457 4to:
‘Þesse Eigils Saga Skallagrimssonar kom til min 1727. fra Magnuse
Einarssyne a Vatzhorne. Er af honum ritud epter hendi Sr Jons Er-
lendzsonar i Villingahollte, i bok Jons Hakonarsonar, þeirre in fol.,
sem fyrrum hefur att Mag. Bryniolfur, og gefed Helgu Magnussdottur i
Brædratungu. Skallarner, sem hier eru, eru eins (öskrifader) i bok Jons
Hakonarsonar . . .’ Sjá enn fremur hér á eftir um Höfuðlausn í upp-
skrift Ásgeirs Jónssonar í AM 146 fol.