Gripla - 01.01.1993, Page 53
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 53
(Aðalsteins) konungs á Englandi, og að Egill hafi vissulega ekki verið í
orrustunni 937, þá er Ethelstanus sigraði Anlafus (Ólaf) og fleiri kon-
unga. Árni gjörir ráð fyrir að Egill hafi komið árið 926 til Englands á
fund Aðalsteins. Auk þess er latnesk athugasemd um fæðingarár
Rögnvalds Eiríkssonar konungs bl. 154v. Athugasemdir Árna við
vísnatexta eru yfirleitt í samræmi við texta Wolfenbiittelbókar, en fá-
einar sýnast vera tilgátur hans sjálfs. Einnig kemur fyrir lesbrigði við
orð í óbundnu máli: maseyiarborg f. moseyiarborg, og kemur það heim
við W.
í þessari uppskrift eru víða skildar eftir eyður þar sem Möðruvalla-
bók er máð og illa eða ekki læsileg, en stærstar eru þær eyður þar sem
blöðin tvö vantar. Stór eyða er og á bl. 51v-58v = M bl. 69vb-70rab
(nema neðstu línurnar tíu á bl. 70rb, sem eru upphaf 23. kap.). Þar er
Möðruvallabók torlesin eins og áður er getið. Önnur er á bl. 82r-83r,
og samsvarar M bl. 73vb, 13. línu a.o. og niður í neðstu línu. Þar eru
máðir blettir í M. Enn er ein allstór eyða á bl. 92v, sem samsvarar M
bl. 75rb þar sem ellefu línur eru allmáðar. Allstór eyða er og á bl.
207rv, enda er M bl. 91vb mjög torlesin frá nær miðjum dálki og niður
úr, og enn á bl. 225v-226r, þar sem M bl. 94rb, frá 13. línu og dálkinn á
enda, er mjög máð. Bl. 258v efst byrjar 4. vo. vísunnar ‘Spanða ek íqíö
með orðum’ (FJ 59. v., SN 57. v.) á þremur púnktum, enda vantar
fyrsta orð vísuorðsins í texta M, þó að þar sé engin eyða eftir skilin
(sbr. bl. 98 va).
í 460 er tekinn upp allur kveðskapur forritsins, nema Arinbjarnar-
kviða, sem að vísu stendur á eftir sögunni í M (bl. 99 v). Ekki er hér
neinn kveðskapur um fram þann sem er í Möðruvallabók.