Gripla - 01.01.1993, Page 109
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
ÚTILEGUMANNALEIKRIT
MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR
Á tímabilinu 1825-1862 voru sett á svið á Norðurlöndum þrjú leikrit
sem öðluðust skjótar vinsældir í heimalöndum sínum. Hið elsta þeirra
var Fjeldeventyret frá árinu 1825 eftir norska skáldið Henrik Anker
Bjerregaard. Árið 1828 kom svo Elverhój eftir danska skáldið Johan
Ludvig Heiberg, en lestina rak leikritið Útilegumennirnir eftir íslenska
skólapiltinn Matthías Jochumsson. Eins og hæfði upprennandi róman-
tísku skáldi samdi hann leikritið í hrifningarvímu í jólaleyfinu 1861, en
frumsýningin var ekki fyrr en í febrúar 1862. Síðar endursamdi Matthí-
as Útilegumennina og kallaði Skugga-Svein eftir útilegumannaforingja
leiksins, og í þessari endursömdu útgáfu hefur leikritið haldið vinsæld-
um sínum fram á þennan dag eins og hin tvö. í hinni stórfróðlegu rit-
gerð um leikrit Matthíasar Jochumssonar gerir Steingrímur J. Þor-
steinsson glögga grein fyrir því hversu varfærnislega Matthías breytti
Útilegumönnunum þegar hann bjó þá undir prentun 1864 og einnig
breytingum skáldsins á Skugga-Sveini.1 Efnisþráður þessara leikrita er
ekki ákaflega margbrotinn og að ýmsu leyti keimlíkur. I þeim öllum er
sögð ástarsaga, og vandræði elskendanna leysast farsællega með hjú-
skap. í hverju leikriti er einnig dularfull persóna, sem menn vita ekki
rétt deili á fyrr en í leikslok, og þessi persóna er alltaf annar elsk-
endanna. En það ber líka nokkuð á milli. Fjeldeventyret er um leit að
frægum stigamanni, en úr henni verður ekkert, enda eru í hans stað
handteknir þrír stúdentar sem eru á ferðalagi um fjöllin af tilviljun.
Verður úr þessu hlálegur misskilningur. Elverhpj og Útilegumennirnir
eru einnig sér um efni, eins og nöfn þeirra benda til, en þegar betur er
að gáð fjalla bæði leikritin um lausn ungmenna úr klóm myrkraafla.
1 ‘Um leikrit Matthíasar Jochumssonar’, Matthías Jochumsson, Leikrit, Reykjavík
1961, bls. xxi-xxvii. Steingrímur segir m.a.: ‘ég veit ekki til, aö hann (Matthías) hafi
breytt nokkru, sem hann lagði hönd að, jafnoft og Útilegumönnunum - nema ef vera
kynni þýðingunni á Macbeth’ bls. xxi.