Gripla - 01.01.1993, Page 110
110
GRIPLA
í Elverh0j þarf að vinna sigur á álfakóngi en útilegumannaforingja í
Útilegumönnunum.
Að formi eru leikritin ákaflega lík. Þau eru söngleikir, en söng-
leikjaform hafði þá verið í miklu dálæti langa hríð á Norðurlöndum
eins og reyndar víðar í Evrópu.
Allt eru þetta alþýðlegir leikir og gegnsýrðir af þjóðerniskennd þess-
ara þriggja frændþjóða með ólíkum hætti þó.2 í Fjeldeventyret og Úti-
2 ' .
I ritgerð sinni, bls. xiv-xv, fjallar Steingrímur J. Þorsteinsson um margslunginn
skyldleika leikritanna þriggja bæði að efni og formi og hef ég tekið saman þetta yfirlit til
enn frekari glöggvunar:
Útilegumennirnir/ Skugga-Sveinn Elverh0j Fjeldeventyret
Sigurður bóndi, faðir Ástu 0stmoe hreppstjóri, faðir Maríu
Haraldur og Ásta, elskendur Ebbesen og Agnete, í raun aðalsmærin Elisabet Munk, elskendur Albek og María, elskendur
Lárenzíus, sýslumaður, móðurbróðir Haralds Kristján IV, Danakonungur Sýslumaðurinn, föðurbróðir Albeks
Ögmundur, útilegumaður, ’fósturfaðir’ Haralds Karen, bóndakona, ’móðir’ Agnete
Helgi og Grímur, stúdentar Hansen, Finberg og Albek, stúdentar
Margrét, vinnustúlka á sýslu- mannssetrinu Aagot, selstúlka
Skugga-Sveinn, útilegumannaforingi Álfakóngurinn á Stevns
Sumar þessara persóna eru leynilega skyldar og er sá skyldleiki auðvitað gerður opin-
ber í leikslok. Þetta á sér gamlar rætur í evrópskri sagna- og leikritagerð, svo að ekki sé