Gripla - 01.01.1993, Page 111
ÚTILEGUMANNALEIKRIT MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR 111
legumönnunum kemur þjóðerniskenndin fram í ástinni á landi og þjóð.
Þess má líka geta að vinsældir norska leikritsins eiga rætur að rekja til
áhuga höfundar á norskum þjóðareinkennum. í Elverhój er konung-
hollustan hins vegar snar þáttur þjóðernistilfinningarinnar og þá einnig
sú skoðun að konungurinn ráði löndum óskorað. Fullveldi konungs
megi ekki skerða, hver sem í hlut eigi.
Leikritin þrjú eru í hárómantískum anda. Nú var það stefna róman-
tísku skáldanna, einkum í Þýskalandi og hjá minnihlutaþjóðum austur-
ríska keisaradæmisins auk Norðurlandaþjóðanna að skapa bókmenntir
með þjóðlegum sérkennum og þess vegna, m.a., sóttu rithöfundar og
skáld þessa tímabils af miklu kappi í brunn þjóðkvæða og þjóðsagna.
Um hin miklu áhrif þjóðsagna og -kvæða á mótun rómantískra, nor-
rænna bókmennta hefur verið fjallað allnokkuð, einkum í bókmennta-
sögu hverrar þjóðar um sig. Allmjög skortir hins vegar á að gerð hafi
verið glögg grein fyrir áhrifum þjóðsagna og þjóðkvæða á þróun ein-
stakra bókmenntagreina á samnorrænum grundvelli og áhrifum ein-
stakra verka innbyrðis. Rannsóknir af þessu tagi ættu að geta sýnt
hversu margslungin rómantíska bókmenntastefnan var á Norðurlönd-
um.
Það varð hlutskipti íslendinga að snúast síðar til fylgis við róman-
tísku stefnuna en Norðmenn og Danir. íslenska borgarastéttin komst
síðust á legg borgarastétta Norðurlanda, og án bakhjarls í henni átti
rómantíska stefnan ekki auðvelt uppdráttar. Einstaka íslenskir mennta-
menn höfðu orðið snortnir af rómantísku stefnunni síðast á 18. öld og í
byrjun hinnar 19., og einn þeirra, hinn mikli sagnaritari Jón Espólín,
þýddi meira að segja Ossíanskviður. En það var ekki fyrr en eftir 1830
að rómantíska stefnan öðlaðist almennan stuðning hérlendis, og þó
treglega, og til marks um það má geta þess að íslenska þjóðin sann-
færðist ekki endanlega um gildi þjóðsagnasöfnunar fyrr en um 1860.
Snemma á nítjándu öld varð bókmenntafróðum íslenskum mennta-
mönnum fullljóst að endurfæðing bókmennta þjóðarinnar, einkum þó
endurreisn bókmennta í óbundnu máli, hlyti að standa í sambandi við
nýtt mat og skilning á þjóðsögum og þjóðkvæðum. í nafnlausri grein
árið 1838 í tímaritinu Fjölni er bent á eflingu þjóðerniskenndarinn-
minnst á ævintýri. Misskilningur alls konar er einnig mjög mikilvægur í gamanleikjum
eins og t.d. Fjeldeventyret. t>á er þaö heldur ekki óvenjulegt að yfirvöld hvers konar
leysi vandræði manna, þegar allt er komið í óefni, t.d. konungur sjálfur í sumum leik-
ritum Moliéres.