Gripla - 01.01.1993, Side 112
112
GRIPLA
ar í Evrópu um aldamótin 1800 ásamt aukinni ræktarsemi manna við
þjóðsögur og þjóðkvæði. Greinin er einkennandi fyrir skoðanir rit-
nefndarinnar. Þar segir m.a. svo:
Bóknámsmennirnir tóku sig nú til, að safna sem vandlegast
öllum menjum hinna fornu tímanna, og varðveita þær eins og
þjóðdýrindi. Skáld og sagnafræðingar gáfu sig að öllum þeim
sögum og munnmælum, sem loðað hafa við hjá alþýðu öld eftir
öld, og borist mann frá manni, og lögðu á það mikla stund að
finna þær óbrjálaðar. Flestar þjóðir eiga nóg til af þess konar
sögum, og eru þær ýmist sprottnar af einhvurjum atburðum, er
gjörst hafa í fornöld, eður þær eru spunnar upp úr hugum manna
smátt og smátt, er einn bætir við, og tekur við af öðrum. Út úr
sögum þessum gjörðu skáldin kvæði og ævintýri, og höfðu þau,
sem vonlegt var, meira snið eftir þeirri þjóðinni, er þau voru
undir komin, og hennar kjörum og forlögum, en hin eldri, er síð-
ur áttu að lýsa nokkurri þjóðeinkunn sér í lagi, en mannlegu eðli
með þeim kostum og anmörkum, er finnast með hvurri þjóð.
Hinar þjóðkunnu sögur, eftir Valtara Skott á Bretlandi, eru flest-
ar til búnar út úr gömlum almúgasögum, hálfsönnum eður al-
gjörlega ósönnum, sem verið hafa í munnmælum, og alþýða hef-
ur skemmt sér að, mann eftir mann. . . . Líkt er varið í Dan-
mörku sögunum eftir þá Suhm og Samsöe, og einkum eftir
Ingemann.’
Islenskar raddir um gildi þjóðlegra bókmennta styrktust þegar á leið
öldina. í ritinu Om den nyfranske poesi eftir bókmenntafræðinginn og
skáldið Grím Thomsen, en það kom út árið 1843, gagnrýnir Grímur
skáld franska klassísismans fyrir stælingar á grískum og rómverskum
skáldskap og hirðuleysi þeirra um
. . . at skabe en Nationalpoesi, hvis inderlige Slægtskab med
Sæder, Skikke, Religion og Annaler vilde have gjort et ganske
anderledes varigt Indtryk paa hele Folket . . .3 4
Mál þetta var talið svo aðkallandi að um það var fjallað í Nýjum fé-
lagsritum, málgagni íslensku þjóðfrelsishreyfingarinnar. Sigurður Mel-
steð sem sat í forstöðunefnd þeirra og var einn af helstu trúnaðar-
3 Fjölnir 1838, bls. 12-13.
4 Om den nyfranske Poesi, . . . af Grímur Thomsen cand. philos., Kh. 1843, bls. 9.