Gripla - 01.01.1993, Page 113
ÚTILEGUMANNALEIKRIT MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR 113
mönnum foringja hreyfingarinnar, Jóns Sigurðssonar, kemst m.a. svo
að orði í grein sinni Um þjóðerni, en hún virðist hafa verið rituð sem
sérstök hugvekja handa þingmönnum sem tóku sæti á fyrsta íslenska
ráðgjafarþinginu, hinu endurreista Alþingi, árið 1845:
A hinn bóginn er þess að gæta, að bókmenntunum fer eins og
öðru hjá hverri þjóð, að þær verða að hafa þjóðlegan blæ; því að
eins eru þær þjóðbókmenntir. í þeim lýsir sér hvað ljósast andi
þjóðanna og skapferli; í bókmenntunum kemur fram allur áhugi
þjóðarinnar og skoðun hennar á lífinu, í þeim skýrir hún frá til-
finningum sínum og hugmyndum um lög og siðferði.5
En hvernig tókst svo íslenskum skáldum og rithöfundum að fylgja
þessum heilræðum? Það fór mjög eftir bókmenntagreinum. Svo fór að
einungis tvö skáld rómantísku stefnunnar sóttu efni í kvæði sín til þjóð-
kvæða og þjóðsagna. Annar var Jónas Hallgrímsson (1807-1845) og
hinn Grímur Thomsen (1820-1896). Áhrif þjóðsagna á ljóð Jónasar
verða rétt greind en þau urðu öllu meiri á laust mál hans. Grímur orti
hins vegar magnþrungnar náttúrulýsingar og mannlýsingar eftir þjóð-
sögnum og þjóðkvæðum.
Höfundar sem skrifuðu óbundið mál voru öllu móttækilegri en ljóð-
skáld fyrir áhrifum þjóðsagna og þjóðkvæða, en bókmenntir í óbundnu
máli voru miklu verr á vegi staddar en ljóðlistin. íslensk skáldsagna- og
smásagnagerð hafði t.d., í vissum skilningi, staðnað um langa hríð.
Endursköpun hennar reyndist því mjög erfið og margbrotin, og þetta
viðfangsefni var svo flókið að rithöfundar neyddust beinlínis til að leita
fanga hvarvetna. Að vísu er ekki unnt að benda á nema eina íslenska
smásögu frá fyrri hluta 19. aldar sem styðst við þjóðkvæði að nokkru,6
en sagnirnar áttu eftir að verða sterkari þáttur í smásagna og skáld-
sagnagerð, allt frá því að fyrstu íslensku smásögur birtust á prenti á 4.
áratugnum og þangað til Maður og kona, hin síðari og veigameiri
skáldsaga Jóns Thoroddsens, kom út árið 1876. Það var örfáum árum
áður en fór að brydda á raunsæisstefnunni í íslenskum bókmenntum.
Það er nútímamönnum lítt skiljanlegt hvers vegna íslendingar, fróðir
5 Ný félagsrit 1845, bls. 13.
6 í síðari hluta Dálítillar ferðasögu (bls. 219-220 í Skáldsögwn Jóns Thoroddsens,
fyrra bindi, Rv. 1942) bregður fyrir líku orðalagi og í Geirlaugarsjóninni, sjá íslenzkar
gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Safnað hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson, IV, Kh.
1898-1903, bls. 314.
8 Gripla