Gripla - 01.01.1993, Page 117
ÚTILEGUMANNALEIKRIT MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR 117
orðalag svo að Sigurður hafi miðlað Matthíasi af leiklistarþekkingu
sinni með því að benda honum á ákveðin leikhæf atriði og gagnrýna
hugmyndir hans. í frumgerð Útilegumannanna er líka draumur Skugga-
Sveins eftir Sigurð, en því atriði sleppti Matthías í prentuðu útgáfunni
frá árinu 1864.15
í þessum útilegumannaleikritum Matthíasar Jochumssonar er greint
frá ástum útilegupiltsins Haralds og bóndadótturinnar Ástu. Þau mál
leysast, eins og áður hefur verið getið, með brúðkaupi eftir að Lárenz-
íusi sýslumanni tekst með tilstyrk bænda og tveggja skólapilta að ráða
niðurlögum útilegumannaflokksins. Þá kemur í ljós að Haraldur er í
raun réttri systursonur sýslumanns og fær hann grið og frelsi ásamt
fóstra sínum Ögmundi. í Útilegumönnunum sannast frændsemi Har-
alds og sýslumanns með bréfi, en í Skugga-Sveini ber móðurmerki á
Haraldi eitt vitni skyldleika þeirra sýslumanns. Dauði Skugga-Sveins
er einnig mikilfenglegri í samnefndu leikriti en í Útilegumönnunum.
Þar tekst þessum ógnvaldi að steypa sér í foss með Ketil skræk fylgi-
naut sinn en er ekki hengdur eins og í Útilegumönnunum.
Uppistaða útilegumannaleikrita Matthíasar Jochumssonar er úr ís-
lenskum útilegumannasögum frá 19. öld. Ekki er vitað með fullri vissu
hvort höfundurinn hefur sótt þekkingu sína á þeim í þjóðsagnahandrit
Jóns Árnasonar - útilegumannasögur komu út í seinna bindi þjóð-
sagnasafns Jóns Árnasonar árið 1864 - en það skiptir ekki höfuðmáli.
Aðalatriðið er að allir helstu efnisþættirnir eru til í þessu þjóðsagna-
safni og gátu því sannanlega verið kunnir Matthíasi.
Útilegumannasögur, sem skráðar voru á 19. öld, áttu sér að baki
langa og flókna þróun. Frægastar þeirra á 19. og 20. öld hafa sagnirnar
af Fjalla-Eyvindi og Höllu fylgikonu hans orðið, en þau lágu úti á ör-
æfum allmörg ár seint á 18. öld.16 Þá var einnig skráð á 19. öld Hellis-
manna saga, en sagnir um ræningjaflokka má rekja allt aftur í Land-
námu.17 Langmest var samt til af sögnum um skipti byggðamanna og
Sjá greinina Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan eftir Lárus Sigurbjörnsson í
Skírm CXX (1946), bls. 10-54.
15 Sbr. Um leikrit M.J.. bls. xviii.
16 Sjá íslenzkcir þjóðsögtir og œvintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Ný útgáfa. Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna, Rv. 1954-1961, II, bls. 237-245
og IV, bls. 400^104. (Hér á eftir skammstafað JÁ.)
17 Hellismanna saga er prentuð í JÁ II, bls. 290-293, en á Hellismenn er fyrst minnst
í Landnámu íslenzk fornrit I, Rv. 1968, bls. 75.