Gripla - 01.01.1993, Side 118
118
GRIPLA
útilegumanna sem áttu heima í dularfullum byggðum víðs vegar um
fjöll og firnindi, og má rekja sagnir um dalinn hulda allt aftur til Grett-
is sögu frá því snemma á 14. öld.18 Hinar síðastnefndu voru óskasögur
bláfátækrar þjóðar sem átti æ erfiðara með hverjum áratugnum að sjá
sér farborða í byggðum og flúði því í draumum sínum upp á öræfin.
I þessar löngu og margslungnu útilegumannasögur sótti Matthías
Jochumsson aðalefnið í Útilegumennina. Til voru líka stuttar sögur um
skipti útilegumanna og byggðamanna á förnum vegi á fjöllum uppi, en
sögn af því tagi er notuð í Skugga-Sveini.19 Úr gömlu ræningjasögnun-
um er kominn útilegumannaflokkur erkisauðaþjófsins og morðingjans
Skugga-Sveins. Heimkynni þeirra, hellirinn í dalnum djúpa umkringd-
um hömrunum háu, minnir á Surtshelli í Hellismanna sögu og útilegu-
mannadalinn forna, en yfir þessum dal hvílir engin hulda eða þoka eins
og Aradal og mörgum öðrum útilegumannabyggðum sagna 17. og 19.
aldar.20 Efnið minnir nokkuð á sögnina af Ólöfu bóndadóttur og úti-
legumönnunum.21 Henni rændu útilegumenn, og hjá þeim kynntist hún
pilti sem kvæntist henni þegar þau höfðu losnað úr útlegð og konungur
hafði náðað hann. Úr útilegumannasögum er minnið um elskendurna
sem ekki fengu að eigast og flúðu því til fjalla, en svo var einnig háttað
með foreldra Haralds.22
Eins og oftar í skáldsögum og leikritum 19. aldar eru elskendurnir,
Haraldur og Asta, einna svipdaufastir. Hinar persónurnar eru litríkari
en oftast skyggðar í einum fleti. Sjálfur er Skugga-Sveinn beinn afkom-
andi hinna gömlu útilegumanna. Hann er hreystimenni eins og Grettir
Asmundarson og harður og ókvalráður eins og Eiríkur foringi Hellis-
manna sem samkvæmt sögunni um þá fór á handahlaupi upp á Ei-
ríksgnípu í Eiríksjökli og komst svo einn undan byggðamönnunum sig-
ursælu. En Skugga-Sveinn er miklu grimmari. Yfir Skugga-Svein
bregður líka svip af hinum gamla útilegumannahöfðingja Skugga-
18 Sbr. Grettis sögu, 61. kafla. Úlilegumannabyggðir, sem þekktar voru á 19. öld, eru
taldar upp í JÁ II, bls. 161-162.
Sjá einkum sagnaflokkinn Margvísleg skipti við útilegumenn í JÁ II. bindi. Gott
dæmi um sagnir af þessum toga er sögnin Gunnsteinsstaða-Sigurður í JÁ II, bls. 174.
20 Um Áradal sjá Einar Ól. Sveinsson, Um íslenzkar þjóðsögur, Rv. 1940, bls. 207-
211 og Einar G. Pétursson, Rit eignuð Jóni lærða í Munnmælasögum 17. aldar, Afmœlis-
rit til Steingríms J. Porsteinssonar, Rv. 1971, bls. 42-53.
21 JÁ II, bls. 209-212.
Sbr. JÁ II, bls. 256-258; Útilegumennimir, 3. þáttur, 2. atriði.