Gripla - 01.01.1993, Page 120
120
GRIPLA
og gjarnan ortar í orðastað vörðunnar kvenkenndrar. Vísurnar í leik-
ritum Matthíasar eru auðvitað hinar hæverskustu - flestar beinakerl-
ingavísurnar voru reyndar misjafnlega mikið klæmnar - enda hefði
ekki annað þótt hæfa á íslensku leiksviði á hans tímum og lengi síðar.
Þá skopstælir Matthías gamlar katólskar bænaþulur í Sultarbæninni.29
Svo er annar skólapilturinn látinn yrkja ferskeytlu á latínu, en lærðir
menn íslenskir ortu margir lausavísur á því máli undir íslenskum brag-
arháttum, en ekki veit ég hvernig hinum fornu rómversku skáldum
hefði líkað það því að hinir íslensku hagyrðingar skeyttu auðvitað lítt
um rétta lengd atkvæða að rómverskum reglum.
Lengi má bera saman Útilegumennina og Fjeldeventyret þó að ekki
sé auðvelt að komast að ákveðinni niðurstöðu í einstökum atriðum
eða kannski einmitt þess vegna. Annars eru Útilegumennirnir líkari
Fjeldeventyret en Skugga-Sveinn, nerna hvað sýslumaðurinn í Útilegu-
mönnunum er greindari en embættisbræður hans í Skugga-Sveini og
Fjeldeventyret. Útilegumennirnir eru nefnilega hreinræktaðri skóla-
piltaleikur en Skugga-Sveinn eins og Steingrímur J. Þorsteinsson hefur
bent á, ‘með óspöru latínuorði í ljóðum og tali’.30 Skólapiltarnir gegna
miklu hlutverki í Útilegumönnunum - öllu meira en í Skugga-Sveini -
eins og í Fjeldeventyret þó að það sé með ólíkum hætti eins og vonlegt
er. í Útilegumönnunum verða þeir beinlínis til þess að hvetja Lárenz-
íus sýslumann til að leita Skugga-Sveins. Þá væri líka gaman að bera
saman íslensku skólapiltana og norsku stúdentana, t.d. skoðanir þeirra
á náttúrunni og kvenfólkinu, en erfitt er að sjá þar hvað geta verið
áhrif og hvað tilviljanir því að lærðir menn eru oft með líku marki
brenndir. Samt væri rétt að benda á það að hlutverk Margrétar vinnu-
konu á sýslumannssetrinu er svipað hlutverki Aagot seljastúlku í Fjeld-
eventyret, en samtal íslensku skólapiltanna við þessa myndarlegu, trú-
gjörnu stúlku er hreinræktaðri skemmtiþáttur en rabb Finbergs við
Aagot.
Á hitt vil ég leggja áherslu að höfuðmunur er á afstöðu lærðra
manna til bænda í hinum íslensku leikritum og í því norska. í Fjeld-
eventyret er hæðst að bændum á ýmsan hátt, en bæði í Útilegumönn-
Katólskar bænir eru tíundaðar m.a. íJA II. bls. 57-66. Ymislegt bendir til þess að
konur hafi verið einna fastheldnastar á bænir úr katólsku. t.d. lætur Jón Thoroddsen
engan annan fara með katólskar bænir í Mimni og konu en Þuríði. afgamla kerlingu í
Hlíð, sbr. bls. 313 og 315 í útgáfu Steingríms J. Þorsteinssonar, Rv. 1942.
30 Sjá tilv. ritg., bls. xxvi.