Gripla - 01.01.1993, Page 123
ÚTILEGUMANNALEIKRIT MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR 123
verða undirrótin að kynnum elskendanna. En fjöllin eru óbyggileg. Þar
geta menn ekki sett saman bú og þess vegna neyðast þeir til að lifa þar
á sauðaþjófnaði, svívirðilegasta glæp íslenska bændaþjóðfélagsins; með
því að stela sauðum var verið að ganga á mikilvægasta hluta þess mat-
arforða sem menn gátu komið sér upp í lítt tæknivæddu þjóðfélagi.
‘Sveltur sauðlaust bú,’ segir gamall íslenskur málsháttur, og það voru
víst orð að sönnu fyrsta árþúsundið sem þjóðin bjó í landi sínu. Þetta
kemur algerlega heim við þær hugmyndir sem menntaðir Islendingar
höfðu gert sér á þessum tímum um útilegumannabyggðir fyrri alda. A
fyrri hluta 19. aldar höfðu menn aftur farið að ferðast um öræfin, en
ferðir um þau höfðu fallið niður að mestu á 17. og 18. öld. Einn hinna
víðförlustu var Björn Gunnlaugsson kennari við Latínuskólann sem
áratugum saman stundaði landmælingar. Hann komst að því að öræfin
væru óbyggileg og engar útilegumannabyggðir hefðu nokkru sinni ver-
ið til. Leiddi hann rök að þessari niðurstöðu í grein í blaðinu Islendingi
árið 1861, einmitt sama árið og Matthías samdi Útilegumennina.37
Sagnirnar um hjónaleysin Eyvind og Höllu sem lifðu nokkur sumur
seinast á 18. öld á sauðaþjófnaði og veiðum í óbyggðum, hafa svifið
fyrir sjónum skáldsins. Matthíasi hefur þess vegna þótt fýsilegt að
semja um útilegumenn leikrit sem mátti til sanns vegar færast í höfuð-
dráttum. Nútímaefasemdarmönnum kann ef til vill að finnast þetta
undarleg ályktun því að varla hafi útilegumannaflokkur Skugga-Sveins
verið álitinn sannsögulegur. Því er þá til að svara að Hellismenn, úti-
legumennirnir í Surtshelli, augljós fyrirmynd skáldsins, eru nefndir í
Landnámu. Á þessum tímum voru íslendingar ekki farnir að draga í
efa fornsögur sínar og trúðu þá sagnfræðiritinu Landnámu að sjálf-
sögðu brotalaust. Að hinu er líka að gæta að fjalladvöl þeirra Eyvindar
og Höllu var ekki með hinum rétta rómantíska blæ og því ekki að
skapi ungs og hrifnæms skálds. Hún var einfaldlega of hversdagsleg -
þó að þeim Höllu hafi sennilega ekki fundist það - og þess vegna varð
að sækja efnisþráð Útilegumannanna í sagnir sem óskir og draumar
þjóðarinnar höfðu sett greinilegt mark sitt á.
Á 19. öld batnaði hagur íslendinga til muna. Landbúnaðurinn hvíldi
enn að vísu í aldagömlum skorðum, m.a. fóru allir til grasa eins og Sig-
urður bóndi og hans fólk. En með batnandi árferði og auknu frelsi,
bæði verslunarfrelsi og stjórnarfarslegu frelsi, fór trú manna á sjálfa sig
37
fslendingur 1861, bls. 11-13.