Gripla - 01.01.1993, Page 127
LAURENTIUS SAGA BISKUPS í ÍB 62 FOL.
127
Baldvin Stefánsson var fæddur á Svalbarði í S-Þing. árið 1840. Hann
hóf prentnám hjá Helga Helgasyni á Akureyri um 1857. Eftir lát Helga
tók hann við prentsmiðjunni og var yfirprentari á Akureyri 1862-1867.
Þá hvarf hann frá prentverki um hríð, en 1871 gerðist hann enn prent-
ari á Akureyri og var það samfleytt til 1882. Jón Sigurðsson veit því af
handritinu í eigu Baldvins, meðan hann tekur sér hlé frá prentstörf-
um.4 5
Daði Níelsson fróði var fæddur 1809. Hann dvaldist á Akureyri ann-
að veifið frá því um 1850 og starfaði þar m.a. sem næturvörður í tvö ár,
en var oft í bóksöluferðum. Hann varð úti á Skagaströnd 8. jan. 1857,
um líkt leyti og Baldvin byrjar prentnám á Akureyri.
Ekki er vitað með vissu um feril handritsins, áður en það kemst í
hendur Daða, en letrið á skinnbandinu bendir ótvírætt til Flateyjar á
Breiðafirði. A handritinu eru tvær hendur og skiptir um með annarri
línu á bls. 137. Skriftin þaðan og til enda líkist mjög hendinni á Lbs.
204 fol. og Lbs. 389 4to, sem skrifuð eru af sr. Markúsi Snæbjarnarsyni.
Hann var einmitt prestur í Flatey 1753-1787.
Laurentius saga er á bls. 516-566 og endar á orðunum megni hans,
14024 í útgáfunni. Sagan er því eins heil hér og í AM 404 4to (Þ) að
undanskildu síðasta orðinu: vm. Neðan við lok sögunnar yst til vinstri
hefur eitthvað verið skrifað en skorist framan af orðunum. Það sem
nokkurnveginn má lesa virðist vera: \hu\cusque exscriptum Hacqvini.
Framan við síðasta orðið má lesa bókstafina ni, en ótryggt er að giska
á hvaða stafi vantar framan á svo úr verði heilt orð.5
Rekja má sérleshætti þessa handrits allar götur frá Þ til Lbs. 36 fol.
Hinsvegar er engin samsvörun við neina sérleshætti Lbs. 1229 4to og
ekki heldur við British Museum Add. 11.135, nema á einum stað: 6626
ometnadarsamliga] nadarsaml. 36, fagnadarsaml. 11.135, fagnadarsam-
lega 62. En þess er að gæta, að þrír úrfellingarpunktar eru framan við
nadarsaml. í 36, og virðast tveir skrifarar blátt áfram hafa getið á sama
hátt í þá eyðu.
Samsvörun er á hinn bóginn við suma sérleshætti í Rask 52, en ekki
við aðra, og er sá munur öldungis hinn sami og í Lbs. 942 4to. Frá því
handriti virðist ÍB 62 fol. vera runnið.
4 Bókagerðarmenn, Rv. 1976, 205.
5 Við úrlestur þennan naut ég aðstoðar Jakobs Benediktssonar og Sigurðar Péturs-
sonar.