Gripla - 01.01.1993, Page 131
HERMANN PÁLSSON
í GETNAÐARPUNKTI
í fornsögum vorum ber þaö ekki ósjaldan við, að menn hljóti auknefni
af tilteknum einkennum, sem þeir voru fæddir með, en hitt má teljast
til undantekninga, að tildrögin séu rakin til getnaðar. Örvar-Odds saga
í lengri gerð hefst á þessa lund:
Grímr hét maðr ok var kallaðr loðinkinni. Því var hann svá kall-
aðr, at hann var með því alinn, en þat kom svá til, at þá þau Ket-
ill hængr, faðir Gríms, ok Hrafnhildr Brúnadóttir gengu í eina
sæng, sem fyrr er skrifat, at Brúni breiddi á þau húð eina, er hann
hafði boðit til sín Finnum mörgum, ok um nóttina leit Hrafnhildr
út undan húðinni ok sá á kinn einum Finninum, en sá var allr
loðinn. Ok því hafði Grímr þetta merki síðan, at menn ætla, at
hann muni á þeiri stundu getinn hafa verit.1
Tvær aðrar frásagnir af Grími geta um viðurnefni hans en kveða þó
engan veginn jafnskýrt að orði um tildrögin og Örvar-Odds saga. I
Ketils sögu hængs er að vísu lýsing á atburðum, en þó er hvergi berum
orðum sagt, að loðna kinnin hans Gríms stafaði frá reynslu móður
hans, í þann mund sem Grímur var byrjaður. Ketill hittir Brúna, sem
býður honum í stofu.
Þeir gengu síðan inn. Þar váru fyrir tvær konur. Brúni spurði,
hvárt hann vill liggja hjá dóttur hans eða einn saman. Hún hét
Hrafnhildr ok var harðla stór vexti ok þó drengilig. Svá er sagt,
at hún hafði alnar breitt andlit. Ketill kveðst hjá Hrafnhildi liggja
vilja. Síðan fóru þau í rekkju, ok breiddi Brúni á þau uxahúð
efsta. Ketill spurði, hvat því skyldi. ‘Ek hefi hingat boðit Finnum,
vinum mínum,’ sagði Brúni, ‘ok vil ek eigi, at þit verðið fyrir
sjónum þeira. Þeir skulu nú koma til smjörlaupa þinna.’ Finnar
kómu ok váru eigi mjóleitir. Þeir mæltu: ‘Mannfögnuðr er oss
1 Fornaldarsögur Norðurlanda I, Rvík 1943, 283. bls.