Gripla - 01.01.1993, Page 136
136
GRIPLA
má, að það er merkingarlega skýrt afmarkað bóklegt fyrirbrigði. í ann-
an stað snertir það óumdeilanleg tengsl latínumennta og innlendrar
frásagnarhefðar. Enn fremur dylst ekki, að viðfangsefnið er bæði brýnt
úrlausnar og miðlægt í bókmenntasögunni. Og loks fer ekki hjá því, að
það reynir á fræðilega hæfni og dugnað rannsakandans.
Pað er alkunna að formálar hafa fylgt íslenskum bókum frá upphafi
ritaldar eins og formáli eða prologus íslendingabókar Ara fróða ber
með sér. Segir það sína sögu um rætur íslenskrar bókmenningar.
Fræðimenn hafa að sjálfsögðu skoðað formála Ara grannt en lesið
hann og túlkað misjafnlega. Sama gildir um aðra merka formála eins
og formála fyrir Sverrissögu og Heimskringlu. Formálarýnin hefur að
langmestu leyti verið bundin við þessa eða aðra einstaka formála, en á
hinn bóginn hefur láðst að gera sér viðhlítandi grein fyrir bókmennta-
hefð formálanna.
Sverrir Tómasson gerir fyrstur manna hér á landi heildarkönnun á
formálum sem sérstæðu og alþjóðlegu bókmenntalegu fyrirbrigði, þar
sem hann sýnir fram á, að formálar latínubóka og norrænubóka eru af
einni og sömu rót. Á það verða ekki bornar brigður enda má segja, að
það hafi legið í augum uppi. En samtímis gengur hann skrefi lengra og
leiðir rök að því, að hver formáli sé hluti af bókmenntahefðinni og út
frá þeirri staðreynd verði að beita honum til skilnings og túlkunar á því
bókmenntaverki, sem hann stendur fyrir. Formálarnir verða á sína vísu
bókmenntafræði innlendra lausamálsverka á sama hátt og Snorra-
Edda er skáldskaparfræði hins norræna kveðskapar.
Það grundvallarsjónarmið að formálar lúti reglum lærðrar og fast-
mótaðrar hefðar er einkum rakið til rannsókna E.R. Curtiusar, sér í
lagi rits hans Europaische Literatur und lateinisches Mittelalter (1948).
Hann gekk úr skugga um að sömu efnisþættir formálanna kæmu fyrir
aftur og aftur í latínubókum miðalda og rakti slóð þeirra til klassískrar
mælskulistar og sagnaritara Grikkja og Rómverja. Curtius hélt sig að-
allega við latínurit í athugunum sínum en vék lítt að ritverkum á þjóð-
tungum. Sverrir Tómasson bætir úr þessari vöntun hvað varðar sagna-
rit á íslensku máli og virðir fyrir sér formála þeirra með hliðsjón af nið-
urstöðum Curtiusar, en doktorsefni hefur vitaskuld tekið tillit til og
rætt þær formálarannsóknir, sem síðar hafa birst eftir aðra fræðimenn
(M. Schulz, G. Simon, T. Janson o.fl.).
Curtius kallaði þessa venjubundnu efnisþætti formálanna topos
(grískt orð, flt. topoi\ á lat. locus communis), en Sverrir nefnir þá ritklif