Gripla - 01.01.1993, Page 139
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA
139
hennar eins og doktorsefni tekur víða fram, (sbr. t.d. 108) og tilgangur
ritunarinnar gat verið margs konar, jafnvel annar en sá sem sagt er frá
í formála.
Tökum Hungurvöku sem dæmi. Doktorsefni ræðir um tilefni ritunar
Hungurvöku eftir orðum formála hennar og kemur þá í ljós að þau eru
ferns konar: ‘þakklæti og hlýðni’ (94-95), ‘hvatning frá öðrum verkum’
(99), ‘að miðla fróðleik’ (101) og loks ‘metnaður og minnisverð tíðindi’
(102). En þessu til viðbótar ætlar doktorsefni markmið ritunar Hung-
urvöku margvíslegt og getur doktorsefni þess í undirköflunum ‘minn-
ing forfeðranna’ (111), ‘skuggsjá til eftirdæmis’ (127), ‘nytsamleg
skemmtan eða dægradvöl’ (130) og loks í þeim undirkafla sem kallast
‘Stefnuyfirlýsingar formálanna og hið raunverulega markmið verksins’
(146), þar sem S.T. gerir því skóna að þrátt fyrir allt séu ekki öll kurl
komin til grafar um markmið verksins í formálanum. S.T. segir:
En samt sem áður er ekki skýrt frá þeim sem mest efldi kristnina
í Skálholti, sælum Þorláki, og virðist það þó hafa verið ætlunin.
Það má líta á Hungurvöku eins og inngang að sögu þessa gim-
steins; þar með er ekki sagt að slík frásögn yrði játarasaga.
Sennilegast þykir mér að í lokin hafi átt að koma stutt lofgjörð
um Þorlák lík að gerð og um hina biskupana og ef til vill mærð-
armeiri; þá hefði verið sagt frá sex merkismönnum og sú tala
hafði tákngildi á miðöldum (147).
Ekki fer á milli mála, að höfundi Hungurvöku hafi gengið margt til
þegar hann samdi ritið en mér hefur jafnan fundist megintilgangurinn
vera sá að láta ekki sögu fyrstu Skálholtsbiskupa vera ósagða eftir að
saga Þorláks helga var skrifuð. Ef menn vilja þá geta þeir kallað Hung-
urvöku inngang að sögu Þorláks, en ég hygg úr lausu lofti gripið, að í
lok Hungurvöku ‘hafi átt að koma stutt lofgjörð um Þorlák lík að gerð
og um hina biskupana og ef til vill mærðarmeiri’. Væri slíkri ‘stuttri
lofgjörð’ ekki ofaukið sem forspjalli að sérstakri sögu um Þorlák? En
þetta er ekki aðalatriðið, heldur hitt, hvort þessi stranga greining dokt-
orsefnis eftir tilefni og tilgangi sé heppileg. S.T. kemst svo að orði:
Mér þykir þó rétt að taka hér fram að nauðsynlegt reyndist að
nálgast viðfangsefnið frá mörgum hliðum; ein klausa úr formála