Gripla - 01.01.1993, Page 140
140
GRIPLA
gat lýst tvenns konar viðhorfum sem ekki var auðvelt að fjalla
um á einum stað. Vegna þessa er oft rætt um sömu klausuna á
mörgum stöðum og bein tilvitnun í hana tekin upp á þeim öllum,
lesanda til þæginda. í tveim köflum verksins, úleftii og tilgcmgi, er
þetta t.a.m. algengt og endurtekningar óhjákvæmilegar, þar sem
um mjög skylt efni er að ræða (VIII).
Með þessu vinnulagi verða sömu tilvitnanir bornar oftsinnis fyrir vit
lesandans; slíkt er sjaldan til bóta í vísindariti. En sum dæmanna eru
hins vegar höggvin úr lengra samhengi þeirra, þannig að hætt er við að
það samhengi skorti einnig í huga lesandans.
Formálaklausurnar eru endurteknar víða í ritinu, stundum með
stuttu millibili og verða bæði leiðinlegar og varasamar, ekki síst vegna
þess að greinarmunurinn milli tilefnis og tilgangs er ekki fjarska glögg-
ur. Hefði ekki mátt hafa aðra tilhögun á efninu? Ef til vill hefði mátt
greina formála Hungurvöku í einu lagi? En doktorsefni á hér þá vörn,
að það eru ritklifin sem eru undirstaða rannsóknarinnar, og hann legg-
ur áherslu á að gaumgæfa tengsl þeirra við verkin sjálf. Með aðferð-
inni, sem hann beitir, fær hann svigrúm til fræðilegrar umræðu um
hvert einstakt ritklif.
Þriðji kafli 'Fyrra hluta’ kallast ‘Viðhorfið til efnisins’. Þetta er
lengstur og veigamestur kafli verksins, um 110 blaðsíður að lengd. Þar
fjallar doktorsefni um fjölmörg grundvallaratriði íslenskrar sagnaritun-
ar, svo sem um efni og búning, sagnfræði og skáldskap, heyrnarvotta
og sjónarvotta, vinnu eða sköpun o.s.frv. Þarna eru mörg álitamál.
’Síðari hluti’ (261-302) eru sjálfstæðar greinar. Sú fyrsta kallast ‘Ól-
afs saga Tryggvasonar - Formáli og verk’. Þar varpar S.T. fram ýmsum
spurningum: Hvers vegna skrifaði Oddur munkur Snorrason Ólafs
sögu Tryggvasonar og af hverju á latínu? Hvernig kemur yfirlýstur til-
gangur í formála heim og saman við verkið sjálft? Næsta grein er um
Ara og Snorra og kannar höfundur einkum áhrif Ara á Snorra og
stefnu þeirra í sagnaritun. Þriðja grein nefnist ‘Fræðisagan um Adon-
ías’, þar sem S.T. leiðir líkur að því, að í formála þessarar riddarasögu
frá 14. öld, sé skotið fram skarpri þjóðfélagsádeilu.
Ekki lætur S.T. þess getið, hví hann tekur fyrrnefnda formála með
þessum hætti frekar en aðra til sérstakrar meðferðar. Hér hefði fullt
eins vel mátt taka formála Hungurvöku og gera á einum stað heildar-
grein fyrir því hvað vakað hafi fyrir höfundi hennar með riti sínu. Það