Gripla - 01.01.1993, Page 143
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA
143
sína um formála en hann er örstuttur og segir lítið annað en frá upp-
hafi ritunar helgra bóka:
Moyses het guðs dýrlingr í Gyðinga fólki sá er fyrst hóf þá þrifn-
aðar sýslu at rita helgar bækr um guðs stórmerki . . .
Mér sýnist skilgreining formálahugtaksins vera of þröng. Affarasæl-
ast hefði verið - eins og varðveislu íslenskra miðaldarita er háttað - að
fella undir hugtakið allar þær klausur sem gegna bókmenntalegu hlut-
verki formálaorða. Enda hefur doktorsefni að verulegu leyti gert það í
reynd með dæmasafni og úrvinnslu í riti sínu.
3. Afmörkun rannsóknarefnis
Eins og titill bókarinnar ber með sér, takmarkar doktorsefni rannsókn
sína við þá formála, sem ‘með nokkrum rétti mega kallast íslensk smíð’
(2). Hann heldur áfram og segir:
Með orðinu sagnarit á ég við þær bókmenntagreinar sem í fræði-
ritum eru flokkaðar eftir efni, þ.e. konunga-, dýrlinga- riddara-
og fornaldarsögur, en hér með tel ég einnig íslendingabók, ís-
lendinga sögu Sturlu Þórðarsonar og Stjórn, þar sem formáli
þess rits er að hluta verk norræns safnanda (3).
Orðalagið er tæplega nógu nákvæmt. Líklega á ‘norræns safnanda’
að vera ‘íslensks safnanda’, ef ég hef numið þetta rétt. í annan stað
mætti ætla af samhenginu, að íslendingasaga Sturlu væri ekki sagnarit
og í þriðja lagi vantar í upptalninguna biskupasögur og hef ég þá í
huga sögur eins og Hungurvöku og Lárentíussögu, því að ekki verða
þær taldar til dýrlingasagna, þótt örli á áhrifum þeirra, einkum á Hung-
urvöku. Og loks sakna ég veraldlegra samtíðarsagna og minni sérstak-
lega á Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar (um formála hennar er auðvitað
rætt í ritinu), en þeirra er skylt að geta, þar sem doktorsefni kveðst
fylgja venjulegri flokkun sagnarita í fræðiritum.
Doktorsefni tekur fram að hann fjalli ekki sérstaklega um formála
fræðirita, svo sem Snorra-Eddu, dæmisagnasafna, hómilíubóka, mál-