Gripla - 01.01.1993, Page 144
144
GRIPLA
fræðiritgerða, ríms og lögbóka, en hirði úr þeim dæmi, ef með þarf, og
sama gildi um norsk rit.
Sýnt er, að nokkur fræðilegur vandi er á höndum, þegar dæma á
hvort formálar t.a.m. þýddra riddarasagna séu norskir eða íslenskir
nema hvorttveggja sé, þ.e. að þeir hafi verið umsamdir í afskriftum.
Þetta á við um formála Stjórnar. Formáli Möttulssögu er tekinn með
en ekki formáli Tristramssögu. Kleift hefði verið að leysa þennan
vanda með því að láta verkið spanna formála allra þýddra riddara-
sagna sem eru örfáir og norsk formálarit. Þau eru einnig fá, helst eru
Theodoricus, Historia Norvegiae og Konungsskuggsjá. Ekki hefði
þetta lengt ritið að ráði því að doktorsefni sækir óspart formálasýni til
þessara bóka. Nefna má, að í fáa formála eru jafnmörg dæmi sótt og til
formála Theodoricusar.
Æskilegt hefði verið að fá stutl yfirlit - þótt ekki hefði verið nema
töflu - yfir formála íslenskra fræðirita. Hvað einkennir formála þeirra?
Gætu þeir lýst eða skýrt atriði í formálum sagnarita? Af hverju er talið
rétt að skilja að formála sagnarita og formála fræðirita? Einhverjar
skýringar hefðu átt að fylgja þessum aðskilnaði af hálfu doktorsefnis.
4. Formálaskýringar
Það segir sig sjálft að fyrir ýmissa hluta sakir er oft erfiðleikum bundið
að skilja og skýra formálana, það sannar fjöldi dæma. Hvað merkir
eitthvert orð eða orðasamband? Er það ritklif? Er það virkt eða
óvirkt? Curtius taldi ritklif vera ‘feste Cliches oder Denk- und Aus-
drucksschemata’, þ.e. óvirk eða lítið merkingarvirk föst sambönd, klisj-
ur (hugsunar- og tjáningarmynstur). Curtius tileinkaði ritklifum litla
eiginlega merkingu og gerði ekki ráð fyrir miklum tengslum þeirra við
verkið sjálft. Þótt Curtius væri ekki ávallt samkvæmur sjálfum sér eins
og doktorsefni bendir á, þá hafa hugmyndir hans mótað mjög viðhorf
síðari fræðimanna við túlkun ritklifanna. Meginvandinn - upphaf og
endir - við skýringar á formálum er því fólginn í spurningunni: Er
mark takandi á ritklifunum til skilnings á verkunum? Þessu verður að
svara í hverju einstöku tilviki og fræðimenn getur greint mjög á um
svör. Tökum dæmi.
í Danasögu sinni frá um 1200 segir Saxi málspaki í frægum formála
að hann hafi kynnt sér fræðasjóði íslendinga ‘og samið eigi lítinn hluta
verks síns' upp úr frásögnum þeirra. Ég hef haldið því fram, að það sé