Gripla - 01.01.1993, Síða 151
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA
151
Af formálaskránni (396-97) sést að doktorsefni styðst við 45 formála
í könnun sinni, þar af eru 24 formálar fyrir helgisögum og trúarritum,
12 fyrir riddara- og fornaldarsögum og 9 fyrir öðrum veraldlegum rit-
um. Það hlýtur að gegna furðu, að þessir formálar skuli ekki vera
miklu fleiri, þegar gefinn er gaumur að þeim mikla fjölda fornrita, sem
varðveist hafa. Hin síendurteknu formáladæmi, sem S.T. nefnir í bók
sinni, villa lesanda sýn í fyrstu, því að rannsóknin hvflir í raun á tiltölu-
lega fáum formálum, sem flestir standa fyrir helgisögum og riddarasög-
um, eins og ofangreindar tölur sýna.
Lítum nánar á formálaleysi einstakra bókmenntagreina. Fyrir ís-
lendingasögum eru ekki formálar, svo sem fyrr segir. Um það breytir
vitanlega engu ritstjóraformáli Fóstbræðrasögu í Flateyjarbók. Formál-
ar eða eftirmálar eru fyrir Bósasögu (yngri gerð), Göngu-Hrólfs sögu
og Hrólfs sögu Gautrekssonar en þar má ætla riddarasögur fyrirmynd
(formáli Göngu-Hrólfs sögu er sá sami og fyrir Sigurðar sögu þögla).
Enginn formáli er fyrir 20-30 öðrum fornaldarsögum og verður ekki
annað ályktað um þetta en sú sagnagrein hafi í upphafi og löngum ver-
ið formálalaus. Með þeim fyrirvara sem óáreiðanleg varðveisla gerir
nauðsynlegan má segja það sama um veraldlegar samtíðarsögur: Is-
lendingasaga Sturlu Þórðarsonar hefur haft formála, og A-gerð Hrafns
sögu Sveinbjarnarsonar, en það er athugandi, að hún ber greinilegan
keim af helgisögum og skýrir sú staðreynd væntanlega tilvist formál-
ans. Það má því segja, að veraldlegar samtíðarsögur séu líka formála-
laus bókmenntategund að kalla.
Öðru máli gegnir um aðrar bókmenntagreinar, þar skiptir í tvö horn.
Um helmingur biskupasagna er með formála og þá einkum sögur
helgra manna. En það vekur óskipta athygli að engan veginn er öruggt
að sjálf latínusaga Jóns helga eftir Gunnlaug munk hafi haft formála,
eftirmáli er með jarteinabók þýðingarinnar í A-gerð, en formáli fyrir
B-gerð. Þessi formálasaga Jóns sögu helga ber vitni um kynlegt stað-
festuleysi formálans, sér í lagi þar sem þýðandi B-gerðar hafði til hlið-
sjónar bæði latínusöguna og A-gerð, eins og áður hermir. Guðmundar
saga góða (A-gerð), Páls saga biskups, Árna saga biskups eru án for-
mála. Aftur á móti hefur Lárentíussaga formála, eins og fram hefur
komið; sú saga er skrifuð um miðbik 14. aldar. Auðvitað hefur
miðaldalærdómur og áhrif hans á einstök rit verið bæði tískubundinn
og persónubundinn.
Sumar konungasögur hafa formála, aðrar ekki. Eins og fyrri daginn