Gripla - 01.01.1993, Side 154
154
GRIPLA
Og í annan stað sýnist vera nokkur mótsögn í því, þegar S.T. kveður
svo að orði, að sagnaritararnir hafi ekki getað ‘sett sér eigin reglur’
(324), því að hann segir á öðrum stað:
Eins og fyrr segir eru íslenskir formálar svo bundnir leikreglum
mælskufræðinnar að engin leið er að sjá þar móta fyrir persónu-
legum viðhorfum. Formáli Heimskringlu sker sig þó úr, enda
þótt um hefðbundna og jafnvel íhaldssama lýsingu á vinnubrögð-
um sé að ræða (327).
Formálar Snorra Sturlusonar eru ‘lausir við flest retórisk ritklif’ og
er því sýnt að helsti sagnaritari íslendinga er sjálfstæður gagnvart 'leik-
reglunum’ og í formálum hans birtast persónuleg viðhorf. Hann hefur
því ‘sett sér eigin reglur'. Hann hefur ekki verið einn um það, eins og
marka má af því að formálar eru tiltölulega fáir, sundurleitir og flestir
vanburðugir sem slíkir, hvað varðar efni, snið, röð og fjölda ritklifa.
Algeng erlend ritklif, eins og ávörp, ættjarðarást (amor patriae) og
bein ritbeiðni koma ekki fyrir oftar en svo, að telja má á fingrum ann-
arrar handar í öllum þessum sæg sögubóka.
Formálar sýna vissulega erlendar rætur og erlend áhrif á íslenska
sagnagerð, eins og doktorsefni hefur skilmerkilega leitt í ljós, en þegar
á allt er litið eru þeir ekki síður góður vitnisburður um styrk og sjálf-
stæði íslensks menningararfs, sem hefur valdið því að hafnað var þeirri
reglu latínubóka að formáli skuli fylgja hverju verki. Þessi þróttmikla
innlenda frásagnarhefð hefur staðið formálum fyrir þrifum, fækkað
þeim, dregið úr notkun lærðra ritklifa og gert snið formálanna laust í
reipum og þar með fjarlægt þá frá retórískum kennisetningum.
Mál er að linni. Ég vil alls ekki láta liggja í láginni að geta þess að rit
doktorsefnis er mikils háttar rannsókn og fræðimannlega unnið. í því
kemur fram margra ára vinna við söfnun og úrvinnslu. Doktorsefni er
augsýnilega vel lærður og fjöllesinn í miðaldafræðum. Hann fer jafnan
sínar eigin leiðir í athugunum, og hann er óragur við að varpa fram til-
gátum og rökstyðja þær eftir mætti til þess að steypa goðum af stalli.
Hann er traustur textafræðingur og tilvitnanir hans eru áreiðanlegar.
Þótt telja megi að doktorsefni hefði átt að vera varfærnari í álykt-
unum sínum um hlutdeild, stöðu og áhrif erlendrar bókmenntahefðar