Gripla - 01.01.1993, Page 156
156
GRIPLA
II
RÆÐA JAKOBS BENEDIKTSSONAR
‘Ég neita því . . . að íslenskur skáldskapur og sögutilbúningur
standi í nokkuru sambandi við fræði annara Evrópuþjóða. F>ar
eru engar beinar fyrirmyndir’.
Þetta eru ekki mín orð, heldur Finns prófessors Jónssonar, en þau
setti hann á blað í æviminningum sínum aðeins tveimur árum áður en
hann lést. Vitaskuld vissi hann að ekki voru allir honum sammála um
þetta efni, en allar athuganir á því voru þá harla skammt á veg komn-
ar, og Finnur tók einfaldlega ekki niark á þeim, sannfæring hans var
ennþá grómlaus, svo að ég noti orðalag Hermanns Pálssonar.
En síðan hefur margt gerst í þessum fræðum, og nú mundi enginn
norrænufræðingur taka sér þvílík orð í munn. Bók Sverris Tómassonar
sem hér er lögð fram til umræðu ber því rækilegt vitni að nú er öldin
önnur. Hún er fyrsta heildarrannsókn á formálum íslenskra sagnaritara
á miðöldum sem gerð hefur verið, og um leið ýtarlegasta rannsókn á
einum þætti erlendra áhrifa á íslenskar miðaldabókmenntir sem ís-
lenskur fræðimaður hefur leyst af hendi.
Rannsóknaraðferð bókarinnar er angi af þeirri fræðigrein sem Þjóð-
verjar hafa kallað Toposforschung og á upptök sín í hinni merku bók
Curtiusar, Europáische Literatur und lateinisches Mittelalter, sem
kom fyrst út 1948 og hefur dregið á eftir sér mikinn slóða, eins og
Sverrir lýsir á bls. 69 o.áfr. Curtius dró saman og flokkaði venjubundin
atriði í klassískum ritum sem urðu fastir liðir í bókmenntum miðalda.
Um þessi atriði notaði hann gríska orðið topos, sem hann sótti í gríska
mælskufræði þar sem það var notað um almenna eða sameiginlega
staði í ræðunni. Þetta hugtak hefur Sverrir kallað ritklif sem er ágætt
orð, enda á það rætur sínar í skáldskaparfræðum Snorra.
Kjarni bókarinnar og meginkenning er að íslenskir formálar mið-
aldarita séu yfirleitt samdir samkvæmt reglum retórískra handbóka
eða skólabóka, enda komi þar ljóslega fram þau ritklif sem séu fastir
liðir í formálum allt frá klassískum tíma fram á miðaldir. Höfundar ís-
lensku formálanna hafi því venjulega fariö eftir latneskum fyrirmynd-
um, stundum reyndar þýtt eða stælt latneska formála þegar um var að
ræða latínurit sem snúið var á íslensku.