Gripla - 01.01.1993, Page 159
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA
159
í víðtækari breytingu á viðhorfi höfundanna. Þetta sést oft óbeint víða í
bókinni þegar tekin eru dæmi samhliða úr eldri ritum og yngri. Það
hefði e.t.v. verið heppilegt að gera rækilegri grein fyrir þessari breyt-
ingu á einum stað, t.d. á bls. 54-56 eða í lokakafla bókar. Sú lærdóms-
stefna sem virðist verða ráðandi á fyrri hluta 14. aldar er býsna ná-
tengd þessari breytingu, sú stefna sem menn hafa kennt við Berg
Sokkason eða norðlenska benediktínaskólann. En formálar Bergs og
hans skóla koma víða við sögu í þessari bók.
í síðasta þætti fyrri hluta bókar, um viðhorfið til efnisins, svo og í
síðari hlutanum og að nokkru í viðbæti, fjallar höfundur um ýmis önn-
ur og víðtækari vandamál íslenskra miðaldabókmennta sem hann
freistar að leita á lausnar í formálunum. Að sumu af þessu verður vikið
hér á eftir. Um flest þessara vandamála hafa verið uppi ýmsar ólíkar
skoðanir sem höfundur rekur stundum óþarflega rækilega, einkum
þegar um er að ræða kenningar sem nú eru með öllu úreltar. Hinsveg-
ar er gagnrýni hans á skoðunum fyrri manna oft skarpleg, ekki síst þar
sem hann getur bent á að þeir hafi ekki tekið nógu mikið tillit til þeirr-
ar erlendu bókmenntahefðar sem vissulega var kunn og áhrifadrjúg á
íslandi á miðöldum. Hér er um að ræða vandamál eins og viðhorf höf-
undar til verksins, höfundarhugtakið, notkun og mat heimilda, mörk
sagnfræði og skáldskapar o.s.frv. Sverrir hefur hér lagt drjúgan skerf til
umræðu um þessi efni frá nýjum sjónarhóli, en ósanngjarnt væri að ætl-
ast til að hann hefði leyst þar úr öllum vanda, enda kemst hann sjaldan
að beinhörðum niðurstöðum, er yfirleitt varkár í fullyrðingum, setur
að vísu stundum fram tilgátur sem orka tvímælis, en hefur þá oftast
fyrirvara um gildi þeirra. Enda er þá yfirleitt um að ræða spurningar
sem seint verður svarað með nokkurri vissu.
Um almenn vinnubrögð höfundar er yfirleitt gott eitt að segja. Hér
er fræðimannlega staðið að verki, framsetning er skýr, stundum kann-
ske nokkuð margorð, tilvitnanir nákvæmar. Dálítið slangur af prent-
villum hef ég rekist á. Leiðastar eru nokkrar rangar millivísanir í texta
bókarinnar, sem orðið hafa við umbrot í blaðsíður. Aðrar prentvillur
eru ekki margar og yfirleitt þess eðlis að auðvelt er að lesa í málið.
Nefna má þrjú atriði sem hefði átt að útrýma í próförk. Á bls. 31 er
nefnt ritið ‘Tobias glosatus’ og það er skýrt sem ‘Thobiam metricum
glosatum’, og verður ekki séð hví það heiti skal standa í þolfalli. - Á
bls. 18 og 30 er minnst á Alexander frá Villa Dei, en á bls. 43 er hann
þrívegis nefndur Alexander Villa Dei, en svo er hann annars ekki