Gripla - 01.01.1993, Page 160
160
GRIPLA
nefndur. - Á bls. 91 og 185 er minnst á sekvensíubók sem Jón Þorláks-
son, sá mæti skrifari, ritaði. Bókin var ekki sekvensíubók heldur grall-
ari.
Höfundur hefur þann lofsverða hátt á að þýða allar latínutilvitnanir,
sem eru æði margar og mundu annars verða latínulausum lesendum
torveldar viðfangs. Yfirleitt eru þessar þýðingar fullnægjandi, en þó
bregður fyrir ónákvæmni á fáeinum stöðum, að vísu sjaldan svo að
máli skipti um heildarmerkingu. Fáein dæmi má nefna: Þýðingin á bls.
113 efst er torskilin; réttara mundi: ‘svo að með réttu bæri að heiðra
guð fyrir fjölda ágætra (kirkju)feðra, þar sem hann efldi verðug verk
þeirra’. - Bls. 125 efst: ‘árangurslaust’ á að vera ‘að ástæðulausu’. - Bls.
167 í miðju: ‘ef þeir skyldu verðskulda það’; réttara: ‘ef einhverjir
skyldu vilja líta við því’. - Bls. 201 neðst er eyða í þýðingunni (. . .), þar
ætti að standa: ‘Grikkir kölluðu söguna (historia) eftir (sögninni)
historein’, eins og raunar kemur fram á bls. 202.
Allt þetta sem ég hef nú drepið á er vitaskuld heldur ómerkilegur
sparðatíningur og er kannske mest til vitnis um að ég hafi lesið bókina
eins og mér bar skylda til.
Við skulum nú snúa okkur að nokkrum efnisalriðum, en þar verður
að fara eftir þeirri gömlu reglu sem Sverrir nefnir oft, sem sé pauca ex
multis, þ.e. að um fátt eitt verður rætt af þeim mörgu atriðum sem bók-
in fjallar um.
Sverrir ræðir nokkuð um Olaf hvítaskáld og málfræðiritgerð hans á
bls. 42^13, en áður hefur hann drepið á að bæði sú ritgerð og 4. mál-
fræðiritgerðin séu tengdar innlendri skáldskaparfræði í handritum.
Hann bendir réttilega á ritklifið um translatio studii hjá Ólafi, og nefnir
kynni hans af Snorra Sturlusyni, en ræðir annars ekki frekar um tengsl
ritgerðarinnar við innlenda skáldskaparfræði. Hinsvegar telur hann að
ekki sé laust við að í ritgerð Ólafs ‘birtist tómstundagaman æðri stéttar
manns’. Þetta held ég sé hæpin tilgáta. Við vitum að Ólafur fékkst við
kennslu - að vísu er ókunnugt í hversu miklum mæli - og því er nær að
ætla að ritgerðin sé samin að öðrum þræði sem kennslubók, en hitt
kann engu síður að hafa vakað fyrir Ólafi að tengja saman erlenda og
innlenda skáldskaparfræði. Þetta er framar öllu ljóst af því að hann
tekur innlend dæmi um latnesku hugtökin, og í öðru lagi hnykkir hann
á þessu samhengi þegar hann ber saman paronomasia og hendingar í
íslenskum skáldskap, og í því sambandi vitnar hann í Háttatal er Snorri