Gripla - 01.01.1993, Page 161
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA 161
hefur ort. Á sama hátt tengir hann saman paromoion (sem hann kallar
paranomeon) og stuðla og höfuðstafi sem halda saman norrænum
skáldskap ‘svá sem naglar halda skipi saman’. Eins tengir hann saman
metaphora og kenningar og styðst þar enn við skáldskaparfræði
Snorra. Mér virðist allt þetta benda eindregið til þess að Ólafur hafi
beinlínis ætlað sér að víkka svið skáldskaparfræðinnar með þessum
tengslum við latneska óðfræði. Það er líka eins konar translatio studii.
Sama hugsun kemur raunar fram í 4. málfræðiritgerðinni, sem Sverrir
vitnar til á bls. 43, þar sem því skal lýst ‘hversu ný skáld ok fræðimenn,
ok einkanliga klerkarnir, vilja lofaz láta, hversu kveða skal’. Ólafur
hvítaskáld var sjálfur skáld, og höfundur 4. málfræðiritgerðarinnar var
sæmilega hagorður. Báðir hafa verið lærðir í retórík og kunnað góð
skil á handbókum sinnar tíðar. 4. málfræðiritgerðin hefur verið tengd
þeirri uppsveiflu í lærdómi á fyrri hluta 14. aldar sem áður var minnst
á, og málfræðiritgerðirnar voru skrifaðar upp í handritum af Snorra-
Eddu á 14. öld. Allt virðist mér þetta því bera að sama brunni.
Sverrir gerir skilmerkilega grein fyrir efnisþáttum formála í inngangi
(41-69) og þeim ritklifum sem einkenna þá í bókmenntahefð miðalda,
en það má rekja til klassískrar mælskufræði. Hann drepur þar m.a. á
formála Ara fyrir íslendingabók og bendir á að hann noti ekki alla
hina venjubundnu efnisþætti formálans. Að þessu kemur Sverrir oftar
en einu sinni síðar í bókinni og þá ekki öldungis á sama hátt. T.d. segir
á bls. 68: ‘Hér er greint frá ritbeiðni, sagt frá því að verkið hafi verið
sýnt biskupunum og Sæmundi presti’. En á bls. 86-87 segir að ekki sé
unnt að draga neinar ályktanir af orðalagi Ara, ‘þar sem ritbeiðnin er
ekki bein og hugsanlegt er að við formálann hafi verið rjálað’. Að
þessu víkur Sverrir enn á bls. 157 og 387 og vitnar í ritgerð sína Tœki-
leg vitni í afmælisriti Björns Sigfússonar, þar sem hann fjallaði rækileg-
ar um þetta efni. Nú er sú ritgerð ekki til umræðu hér, en ég skal ekki
Ieyna því að röksemdafærsla hennar hefur ekki sannfært mig, og sú til-
gáta sem sett er fram á bls. 387 virðist mér ekki sennileg. Þó að Ari
hafi sleppt vissum hefðbundnum atriðum úr formálanum er það engin
sönnun þess að við formálann hafi verið rjálað, sjálfur nefnir Sverrir
mörg dæmi um slíkt. Ef Ari hefði skrifað fyrstu gerð íslendingabókar á
latínu er torvelt að greina ástæður fyrir því að síðari gerðin hefði verið
skrifuð á íslensku. Nú virðist Sverrir ætla að konunga ævi Ara hafi ver-
ið sjálfstætt rit, og er sú kenning ekki ný. En ekkert bendir til þess að
11 Gripla