Gripla - 01.01.1993, Side 164
164
GRIPLA
Honoriusar eftir Hilarius frá Arles, sem samin var á öndverðri 5. öld.
Þessi klausa er því vafalaust fengin úr erlendum helgisögum og líklega
skráð fyrst í hinni lalnesku sögu um Þorlák biskup. Þetta er því enn
eitt dæmi um gamalt ritklif, sem í íslensku textunum er ranglega heim-
fært til biblíunnar.
Hinar endurgerðu heilagra manna sögur frá síðari hluta 13. aldar og
fyrri hluta hinnar 14. auka mjög á lof dýrlinganna. Þær eru glósaðar,
lofið er fært í skrúðstfl að þeirrar tíðar hætti, eins og ég drap á áðan.
Þetta sýnir Sverrir með mörgum dæmum úr sögum sem flestar hafa
verið eignaðar norðlenska skólanum.
Sá tilgangur trúarrita að þau skuli vera mönnum sem spegill eða
skuggsjá til eftirdæmis kemur fram í formála B-gerðar Þorláks sögu, en
á sér eldri rætur. Sverrir vitnar í Norsku hómilíubókina (128), en hefði
mátt laka fram að sá texti er bein þýðing á Alkuin, De virtutibus et viti-
is, en það rit var líka kunnugt á íslandi í þýðingu, þó að í yngri hand-
ritum sé. Þýðingin hefur sennilega verið til á Islandi snemma, jafnvel á
12. öld.
Annað atriði í þessu sambandi sem Sverrir bendir réttilega á er að
þessi tilgangur kemur líka fram í veraldlegum sögum sem eiga að vera
til eftirdæmis um hæverska siði og drengileg verk. Þessu tengist að
nokkru skemmtilegur samanburður sem Sverrir gerir á hugtakinu
skemmtun í trúarlegum ritum annars vegar og veraldlegum ritum hins-
vegar. Þetta er athyglisverð merkingarfræðileg rannsókn, sem dregur
fram misjafna afstöðu höfunda til hugtaksins skemmtun og til þess frá-
sagnarefnis sem þeir skrá á skinn. Þar kemur m.a. fram greinarmunur-
inn á fabula og historia. Til fabulae geta svarað stjúpmæðra sögur og
skröksögur, eins og Sverrir réttilega segir. Hann bendir þar á skemmti-
lega hliðstæðu við ‘stjúpmæðra sögur er hjarðarsveinar segja’ í formála
Odds munks við 1fabulas Choridonis vel pecudes Melibei' hjá Gottfried
frá Viterbo. Nú er, eins og Sverrir segir, ólíklegt að Oddur liafi þekkt
Gottfried, en báðir hafa getað vitað um 7. eclogu Vergils, þar sem
Meliboeus og hjarðsveinninn Corydon koma fram: Vísast er að Gott-
fried hafi þekkt hana beint, en Oddur gat haft óbeina hugmynd um
hjarðskáldskap Vergils. Hvers vegna skyldi hann annars minnast á
hjarðarsveina, sem eðlilegra hefði verið að kalla smalamenn, eins og
Sverrir segir á öðrum stað. Því miður vitum við ekki hvað stóð í lat-
ínutexta Odds.
Sverrir ræðir nokkuð endurgerðir heilagra manna sagna á bls. 140-