Gripla - 01.01.1993, Síða 165
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA
165
46 (sbr. 339-43 og 357-9) og sýnir að þær eiga margt sameiginlegt, eins
og ég hef áður drepið á. í umræðu hans um B-gerð Þorlákssögu eru
mér ekki ljós rökin fyrir því að formálinn og endurgerð hennar séu frá
því um 1250 (bls. 359), þ.e. miklu fyrr en hinar sögurnar sem um er
rætt. En á bls. 358 segir að formálinn beri ‘þess merki að vera skrifaður
þegar skrúðstíllinn svonefndi er farinn að gera vart við sig í klerkleg-
um bókmenntum’. Þetta virðist mér ekki koma vel heim, heldur benda
til síðari tíma. Oddaverja þáttur skiptir hér ekki máli, því að hann er
vafalaust eldri en endurgerð sögunnar og skotið inn af ritstjóranum.
í þriðja kaflanum, Viðhorfið til efnisins, rekur Sverrir fyrst þau rit-
klif formálanna sem gefa í skyn viðhorf höfunda til verksins en víkkar
síðan rannsóknarsviðið með athyglisverðri rannsókn á höfundarhug-
takinu og afstöðu til heimilda, markanna milli sagnfræði og skáldskap-
ar. Þar er ekki lengur um formálana eina að ræða heldur verkin í heild,
og raunar stangast stundum yfirlýsingar formálanna við það sem kem-
ur fram í verkunum sjálfum. Sumpart stafar þetta af því að höfundarn-
ir fylgja retórískum fyrirmyndum í formálunum sem koma ekki ævin-
lega heim við þá aðferð sem birtist í verkunum. Enda þótt Sverrir ræði
hér víða um efni sem margir fræðimenn hafa áður fengist við og mikið
hefur verið um skrifað, hefur hann margt þarflegt til málanna að
leggja, einmitt af því að hann kemur að vandamálunum úr annarri átt
en fyrirrennarar hans, miðar við þá erlendu bókmenntahefð sem að
baki liggur og freistar þess að sýna fram á áhrif hennar ekki aðeins í
formálunum heldur og í verkunum sjálfum. Enda þótt slík rannsókn
gefi ekki endanleg svör við gömlum vafaatriðum er hún í alla staði
gagnleg og vekur til umhugsunar á nýjum grundvelli.
Sverrir sýnir fram á að ritklifið um lítillæti höfundar og vanhæfi til
verksins eigi sér tvennar rætur: annarsvegar í kenningum mælskufræð-
innar um captatio benevolentiae, viðleitninni að vinna áheyrandann á
sitt band, hinsvegar í humilitas, kristilegri auðmýkt. Hvorttveggja gat
vitaskuld orðið tilgerð og yfirdrepsskapur, enda þótt svo þurfi ekki
alltaf að vera, eins og höfundur dregur fram dæmi um. En þessi um-
mæli geta líka staðið í sambandi við bón um umbætur á verkinu, þó að
svo sé ekki ævinlega. Sverrir lætur að því liggja að almenn bón um um-
bætur hafi ekki verið meint í alvöru, heldur séu höfundar í rauninni að
gefa í skyn að engra umbóta sé þörf. Þarna sé því um að ræða innan-
tómt ritklif. Eitthvað er vafalaust til í þessu, þar sem höfundar hafa vís-
ast talið sig vita meira um efnið en almennum lesendum væri ætlandi,