Gripla - 01.01.1993, Page 166
166
GRIPLA
enda styðja þeir oft framsetningu sína með auctoritatibus, tilvísunum
til rita eða öruggra heimildarmanna og varpa þannig ábyrgðinni á þá
að verulegu leyti. Þó held ég að varasamt sé að alhæfa of mikið í þessu
efni, ekki síst um eldri formála, þar sem rithefðin er ekki orðin eins
föst. Jafnvel þótt ritklif sé notað er ekki loku fyrir það skotið að höf-
undur hafi tekið það bókstaflega, lagt í það raunverulega merkingu. í
því sambandi get ég ekki stillt mig um að minnast á leiðréttingartilraun
Sverris á orðum Ara í formála íslendingabókar (bls. 259): ‘En hvatki
es missagt es í frœðum þessum, þá es skylt at hafa þat heldr es sannara
reynisk’. Orðið missagt er leiðrétting Árna Magnússonar á nusagt í
handriti Jóns Erlendssonar. Sverrir telur að ‘í samræmi við miðalda-
venju gat ekki verið unnt að efast um að ritið flytti sannindi ein, þar
sem svo voldugir ritbeiðendur stóðu að baki Ara’. Þetta virðist mér
hæpin fullyrðing. Sverrir vill leiðrétta í vansagt, en þá er mér spurn:
hvers vegna bætir Ari þá við: ‘þá es skylt at hafa þat heldr es sannara
reynisk’, ef ekki er hugsanlegt að eitthvað hafi skolast til í frásögn
hans? Ef hann hefði verið að gefa í skyn að eitthvað gæti vantað í frá-
sögnina, ætli hann hefði þá talað um að eitthvað gæti reynst sannara?
Þar virðist hann miða við að eitthvað gæti verið sannara en það sem
sagt hefur verið. Þarna held ég að Sverrir hafi helst til mikla trú á fylgi-
spekt Ara við retórískar fyrirmyndir. Raunar má vitna í formála Hung-
urvöku til samanburðar, þar sem segir: ‘Þat mun af mínum vpldum og
vanrœkð, ef þat er npkkut í þessu máli sem rangt reynisk, þat er ritat
er, en eigi þeira manna er ek þykkjumk þenna fróðleik eptir hafa’. Hér
skýtur höfundur sér ekki á bak við heimildarmenn sína frekar en Ari.
Þegar rætt er um formála Ara og aðra elstu formála íslenskra sagna-
rita hlýtur sú spurning að vakna hvort þar sé nóg að einblína á áhrif
kennisetninga retórískra handbóka, þ.e. hvort þar hafi ekki einnig get-
að skipt verulegu máli bein eftirlíking erlendra rita. Sverrir víkur að
hugtakinu imitatio á bls. 107-8 og bendir réttilega á að þess verði vart í
elstu íslenskum sagnaritum. Einmitt sú staðreynd að formálar þessara
rita taka ekki upp öll ritklif sem skólabækur gera ráð fyrir í formálum
gæti ef til vill bent til þess að höfundar hefðu ekki síður farið beint eft-
ir fyrirmyndum í erlendum sagnaritum, hirt þaðan það sem þeim hent-
aði, en ekki endilega haft kenningar skólabóka framar öllu að for-
dæmi. Vitaskuld verður hér ekki komið við beinum sönnunum, en
Sverrir hefur sjálfur bent á ýmsa erlenda formála þar sem finna má
augijósar samsvaranir við elstu íslensku formálana, t.d. formála Beda