Gripla - 01.01.1993, Page 167
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA
167
prests, sem gætu endurómað hjá Ara. Má ekki gera ráð fyrir að þrosk-
aðir menn sem vaxnir eru upp úr skólalærdómi og farnir að lesa erlend
sagnarit hafi litið á þau sem engu síðri fyrirmyndir en þurrar reglur
handbókanna?
Sverrir rekur skilmerkilega þau ummæli formála sem lúta að mót-
töku verksins og hugsanlegri gagnrýni, bæði á efni og stíl og sýnir fram
á að þar liggur gömul hefð að baki. Afsakanir á ófáguðum stíl eru oft í
mótsögn við textann, eins og Sverrir sýnir dæmi um, t.d. ágætt dæmi úr
Jóns sögu B (bls. 176), en þar hefði raunar verið æskilegt að tilfæra
hliðstæðan texta úr A-gerðinni, því að þá hefði legið í augum uppi að
B-gerðin beitir þar stflbragðinu amplificatio af töluverðri íþrótt, þrátt
fyrir ummæli formálans um ‘ólistugan framburð og ósnjallt orðatil-
tæki’. Þetta sjónarmið er í andstöðu við hugmyndir fyrri manna um
brevitas, sem virðist ráðandi í eldri formálum. Hinsvegar er annað efst
á baugi í formálum skemmtunarsagna eins og Sverrir bendir á, enda
eru þeir yngri.
Ég hef áður drepið á síðari hluta kaflans um viðhorfið til efnisins,
þar sem Sverrir snýr sér að almennari rannsóknarefnum. Þar fæst hann
við vandamál sem um hafa verið skrifaðar heilar bækur, og eru engin
tök á að rekja það hér. En eins og ég hef áður sagt er þar margt skarp-
lega athugað og mikill fróðleikur saman komin, litið á málin frá öðru
sjónarhorni en títt er í ritum fyrri manna. Ég skal aðeins nefna fáein
atriði. Sverrir leggur megináherslu á tengslin við erlenda bókmennta-
hefð og þá lærdóma sem af þeim megi draga um starfsaðferðir höf-
unda, mat þeirra og notkun á heimildum, afstöðu þeirra til sannleika
frásagnarinnar. Þessar spurningar tengjast hinni fornu greiningu í hist-
oria, fabula og argumentum, eða gróft þýtt: það sem gerst hefur, það
sem hvorki er satt né sennilegt, og það sem er skáldskapur en hefði
getað gerst. Síðan gat argumentum færst yfir í táknræna merkingu, orð-
ið figura eða integumentum, og það bæði í trúarlegum skilningi og í
skemmtunarsögum. Um þetta hefur Sverrir margt fróðlegt og athyglis-
vert að segja.
Umræðu Sverris um höfundarhugtakið lýkur með þessari niðurstöðu
(bls. 187): ‘. . .í upphafi ritaldar má óglöggt greina á milli heimildar-
manns og þess manns sem nútímamenn mundu kalla höfund’. En hvað
vítt er þá hugtakið heimildarmaður? Sverrir gerir þarflega grein fyrir
mismunandi heimildum: bókum, heyrnarvottum og sjónarvottum.
Þetta eru allt heimildarmenn, auctoritates, en a.m.k. suma þeirra virðist