Gripla - 01.01.1993, Page 174
174
GRIPLA
gæti hún verið ein af þeim helgisögum þar sem á undan upprás dýr-
lingsins fylgir saga þess staðar sem hann þjónaði, þá er helgi hans kom
upp. Ef síðari kosturinn er valinn, þá má líta á Hungurvöku sem e.k.
gestae episcoparum þar sem aðaluppistaðan er ævi einstakra biskupa.
Ég valdi þá leið að birta sömu tilvitnun aftur og aftur, til þess að sjá
mætti ritklifin frá öðru sjónarhorni en fyrr hafði birst í ritinu. Það má
vera að sumum þyki þetta vera galli. Þetta var meðfram gert til þess að
auka lesandanum leti; hann þyrfti ekki að fletta fram og aftur í bókinni
til að finna beina tilvitnun og auk þess áttu millitilvísanir neðanmáls að
auðvelda mönnum samanburð. Ég get ekki séð að klausurnar geti með
þessu móti verið ‘varasamar’, enda færir Bjarni Guðnason engin fram-
bærileg rök fyrir þeirri skoðun.
Bjarni Guðnason kallar síðari hluta verksins ‘sjálfstæðar greinar’.
Það er rétt að sérhver kafli er þar afmörkuð heild, en þeir eru í rök-
réttu framhaldi af því sem áður hefur verið sagt, bæði við innganginn
um tengsl formála og eftirfarandi efnis (bls. 61-62) og við fyrri hlutann
um túlkun á ritklifum, sérstaklega þó um tilgang og sannindi verksins.
í síðari hlutanum hefði að sjálfsögðu verið unnt að velja formála
Hungurvöku og fjalla um tengsl hans við verkið sjálft, en verk Snorra
Sturlusonar og Odds Snorrasonar urðu fyrir valinu, þar sem þau voru
talin verðugri fulltrúar sagnarita frá lokum 12. aldar og upphafi þeirrar
13. Hér við bættist að formáli Hungurvöku hefur því miður ekki mikil
tengsl við verkið sjálft.
Andmælandi minn fullyrðir að ég hafi brotið út af venju þar sem
niðurstöður verksins séu ekki sérstakur kafli eins og venja er til. Ég
verð að játa að ég á bágt með skilja þessa staðhæfingu. Niðurstöðurnar
eru sjálfstæður kafli, enda þótt þær standi innan stærri heildar, sem ber
nafnið Niðurlag. Þær standa aftan við kaflann, Vettvangur og áheyr-
endur og var skipað þar niður sökum þess að þá voru þær í sambýli við
hugsanlegan skilning áheyrenda á miðöldum á eigin ritverkum og um
leið tengdust þær nánar túlkun nútímamanna á sömu verkum og út-
leggingu minni á bókmenntahefð. Þessi aðferð er í fullu samræmi við
þá stefnu sem ég markaði í upphafi verksins: að brúa bil milli fortíðar
og nútíðar, víkka sjóndeildarhring lesandans, svo að hann megi skilja
hvorttveggja: viðhorf gamalla sagnaritara og skoðanir túlkenda nú á
dögum.
Að lokum sér Bjarni Guðnason ekki hvers vegna textafræðinni var
komið fyrir í viðbæti. Hann hefði viljað að viðbætirinn hefði verið