Gripla - 01.01.1993, Page 180
180
GRIPLA
Bjarni Guðnason hyggur aftur á móti að meirihluti íslenskra rita í
lausu máli hafi verið án formála. Við þessi ummæli Bjarna Guðnason-
ar er margt að athuga. í fyrsta lagi er greining hans í bókmenntateg-
undir ófullkomin. Riddara- og fornaldarsögur mynda einn hóp sagna.
Þetta sést bæði af niðurröðun þessara sagna í handritum svo og innri
gerð þeirra og frásagnartækni. Sami formáli fyrir Göngu-Hrólfs sögu
og Sigurðar sögu þögla styður einnig þessa flokkun. Um leið og þetta
er haft í huga breytist myndin. í stað formála 2 fornaldarsagna frá 14.
öld, Göngu-Hrólfs sögu og Bósa sögu (sem Bjarni Guðnason kallar
reyndar yngri gerð, en hún er án formála) og eftirmála Hrólfs sögu
Gautrekssonar bætast 11 sögur í hópinn. Fornaldarsögur eru og varla
færðar í letur fyrr en í lok 13. aldar og á 14. öld. Engar heimildir eru
um hvernig byggingu þeirra var háttað í munnlegri geymd. Ályktun
Bjarna Guðnasonar um að fornaldarsögur hafi frá upphafi verið án
formála er því órökstudd.
Athugasemd hans um veraldlegar samtímasögur stenst ekki heldur
nánari próf. Rök hans um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar að hún beri
'greinilegan keim af helgisögum’ og skýri ‘sú staðreynd væntanlega til-
vist formálans’ (bls. 151) eru léttvæg. Áhrif frá annarri bókmenntateg-
und ráða því ekki hvort saga hefur formála eða ekki. Veraldleg sagna-
rit hafa haft formála allt frá dögum Ara. Það sýna t.d. Veraldar saga,
Sverris saga, Heimskringla og Ólafs saga hin sérstaka.
Bjarni Guðnason vill ekki fallast á þá afstöðu mína að fjalla ein-
göngu um rit sem formála hafa haft. Ég hefði líka átt að fjalla um hin
og skýra hvers vegna þau væru án formála. Þetta er eins og að segja
manni sem rannsakað hefur glugga og birtugjafa að hann hefði einnig
átt að kanna gluggalaus hús. Skemmtilegt er myrkrið, sagði draugur-
inn. Það á sér einnig skýringar. Formálaleysi sagna kallar líka á skýr-
ingar. En eins og ég tók fram í upphafi bókar minnar er það rannsókn
af öðru tagi. Þar að auki fæ ég ekki annað séð en að Bjarni Guðnason
dragi of víðtækar ályktanir af formálaleysi sagna, þegar hann segir:
‘. . . einfaldasta skýringin á formálaleysinu er, að það fylgi þeim bók-
menntategundum, sem eiga innlendar rætur, íslendingasögum, forn-
aldarsögum og veraldlegum samtíðarsögum, en formálar séu fyrir þeim
greinum, sem teljast aðkomnar, helgisögum og riddarasögum’ (bls.
152). En að hans dómi rekja konungasögur ‘uppruna sinn annars vegar
til dýrlingasagna og króníkna og hins vegar til dróttkvæða og innlendr-
ar sagnalistar. Bókmenntagreinin veit ekki á hvora sveifina hún á að