Gripla - 01.01.1993, Page 184
184
GRIPLA
trúa að ekki hafi verið hróflað við formálanum. Mér sýnist að varð-
veisla bókarinnar gæti bent í þá átt. Það kemur og fyrir að heimildar-
menn séu bæði taldir upp í formála og verkinu sjálfu, svo að skýring
Jakobs að nægilegt hafi verið að nefna þá í verkinu hrekkur ekki til.
Jakob minnist á skoðun mína um ‘eldri’ og ‘yngri' íslendingabók, sem
birtist í ritgerðinni ’Tækileg vitni’ (Afmœlisrit Björns Sigfíissonar,
Reykjavík 1975, 251-287) sem ég vitnaði í en efni hennar skiptir litlu
máli fyrir rannsóknina. Mér þykir enn sem fræðimenn hafi ályktað of
djarflega af ummælum Snorra í Heimskringlu um eldri íslendingabók
Ara. Ef hún hefði verið til og við hana stuðst í síðari ritum, þá er und-
arlegt að engin örugg dæmi finnast um slíka notkun. Hefði Snorri sjálf-
ur þá ekki notað hana? Er ekki eðlilegra að ætla að hann hafi notað
‘konunga ævi’? í annan stað, ef ’konunga ævi’ hefði verið komið fyrir
innan hinnar ‘eldri’ bókar, en ekki staðið sjálfstæð, þá verða menn að
hugleiða betur hugtakið patria, fósturland, bæði hjá Ara og Snorra.
Tilraun mín til að leiðrétta fleyg orð Ara var umfram allt gerð til þess
að vekja athygli á leiðréttingu Árna Magnússonar og hvort hún stæðist
fremur en aðrar betrumbætur manna á síðari öldum. Ég átti og erfitt
með að sjá að Ari hefði þurft að afsaka efnið, - svo traustar voru
heimildirnar. Mér flaug því í hug að miðaldavenja byggi að baki; höf-
undurinn segðist velja úr efninu, hefði sagst taka það sem sannara
reyndist, en úr miklu væri að moða og heimildirnar væru ekki allar
jafnsannar eða gildar og það mætti vera að sumum þætti þar margt
vansagt eða jafnvel ósagt.
Eins og ég minntist á fyrr er skrúðstíllinn líklegast eldri en frá lokum
13. aldar. I formála Þorláks sögu örlar á honum. Hann er líklega sam-
inn af ritstjóra (sjá rit mitt 358-359). Ég fór eftir handbókum um aldur
B-gerðar Þorláks sögu og hugði hana ritaða um miðja 13. öld. Það er
þó ekkert sem mælir á móti því að B-gerðin sé samin á síðustu áratug-
um 13. aldar og af sama manni og þeim sem skrifaði formálann. Odda-
verja þáttur fylgir þeirri gerð. Ritstjóri B-gerðar hefur þáttinn í huga,
þegar hann skrifar formálann. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi
hvort Oddaverja þáttur er saminn fyrr en sjálf B-gerðin.
Um heimildarmann og höfund og hvenær menn fóru að gera grein-
armun á þessu tvennu get ég lítið sagt. Ég hafði þó ekki neina sagn-
festu í huga, þegar ég sló þessu fram, en dró ályktanir af tilvísunum til
heimildarmanna í verkunum sjálfum, þar sem þeir voru gerðir ábyrgir
fyrir frásögninni.