Gripla - 01.01.1993, Page 253
RUTH CHRISTINE ELLISON
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU Á
MYNDHVÖRF OG ORÐAVAL
HALLGRÍMS PÉTURSSONAR
í PASSÍUSÁLMUNUM
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa alltaf skipað sess í öndvegi
íslenskrar ljóðlistar, enda hafa þeir bæði náð alþýðuhylli og hlotið að-
dáun lærðustu bókmenntamanna allt frá Árna Magnússyni til Sigurðar
Nordal. Erfitt mun vera að nefna hliðstætt verk að gæðum og vinsæld-
um í nágrannalöndum, en þó þykir mér För pílagrímsins eftir John
Bunyan, samtíðarmann Hallgríms, að nokkru leyti sambærileg, þótt í
óbundnu máli sé. Samkennin felast ekki bara í því, að bæði eru snilld-
arverk trúarlegs efnis og hafa haldið vinsældum sínum meðal almenn-
ings um aldaraðir. Sigurður Nordal segir frá því að Passíusálmarnir
hafi verið gefnir út 30 sinnum á 180 árum og það á mesta hallæris-
og peningaleysistímabili sem sögur fara af (Hallgrímur Pétursson og
Passíusálmarnir, bls. 9-10); en um För pílagrímsins var talið að á 18.
öld ætti hana hver kerling og kotbóndi þótt þau væru kannski með öllu
ólæs og þyrftu að fá mann til að lesa hana fyrir sig. Þó var þá sá munur
á þeim Hallgrími og Bunyan, að flestum lærðum mönnum á Englandi
þótti skömm að lesa alþýðuverk eins og För pílagrímsins, og þótt
margoft sé vitnað í hana í ljóðum og skáldsögum 18. og 19. aldar, var
það ekki fyrr en á þessari öld að bókmenntalegt gildi hennar var viður-
kennt af gagnrýnendum yfirleitt.
En þýðingarmesta samkenni þessara ritverka er án efa það, hvernig
höfundarnir styðjast við Biblíuna, bæði í hugsunarhætti og orðafari.
Ekki þarf hér að orðlengja um þetta efni í sambandi við För píla-
grímsins, því að biblíulegt orðalag hennar liggur í augum uppi þegar
hún er lesin á frummálinu, en um Passíusálmana er það ekki eins ljóst í
fljótu bragði, og þeir, sem mest hafa skrifað um hugsanleg áhrif á sálm-
ana, hafa oftast sneitt hjá því að gera áhrifum Biblíunnar skil. Halldór
Kiljan Laxness leggur til dæmis mikla áherslu á neikvæð áhrif ‘frá