Gripla - 01.01.1993, Page 256
256
GRIPLA
Þess vegna eru biblíutilvísanir á ensku auðþekktar af málfarinu jafnvel
lesendum sem kunna ekki að segja í hvaða kapítula er vitnað.
Fyrir Hallgrím Pétursson var um tvennt að velja, og erfitt hefur
reynst að ákvarða með vissu hvort heldur hann hefur notað Guð-
brandsbiblíu eða Þorláksbiblíu, þar eð orðavalið er oftast mjög svipað
í báðum þýðingum. Mjög einfalt dæmi um það, hvernig orðafar eldri
biblíuþýðinganna orkar á orðaval Hallgríms, er að finna í fyrstu tilvís-
un hans í ritninguna, en það er í öðru versi fyrsta sálmsins (sjá útg. F. J.
af Passíusálmunum, Kh. 1924):
Sancte Pall skipar skylldu þa:
skulum vier allir jordu a
kunngióra þa kuól og daprann deid,
sem drottinn fijrir oss auma leid.
Hér er vitnað í I. Kor. 11, 26, og í þessu tilfelli stendur það sama í báð-
um þýðingum, nema hvað ‘þar med’ finnst ekki í Þorláksbiblíu:
Þuiad so opt sem þier bergit af þcssu Braude / og dreckit af þess-
um Kaleik / skulu þier kunngipra þar med Dauda DROTTINS /
þangat til hu/m kiemr. (Guðbrandsbiblía).
Athugið að valið á ‘kunngjöra’ snertir ekki hljóðstafi; þeirra vegna
hefði Hallgrímur alveg eins getað notað ‘boða', eins og stendur í yngri
þýðingum. Svipað er að segja um 17. sálm, 27:
Hueitekorn þektu þitt
þa upprijs holldid mitt,
sem er auðþekkt tilvísun í Jóh. 12, 24, en hér kemur í ljós nokkur mun-
ur milli Guðbrandsbiblíu (Gb) og Þorláksbiblíu (Þb):
Nema þat at Frækomit falli j J0rde//a og deyie / þa blijfr þn/ ein-
sa/nallt enn ef þn/ deyr / þa færer þat miken aupxt. (Gb).
Nema þad ad Hueitekorned falle j Jordena og deye . . . (Þb).
Þegar þess háttar mun er að finna á þýðingunum, bendir orðaval
Hallgríms, eins og í þessu dæmi, oftast (þó ekki alltaf tvímælalaust) á
Þb sem fyrirmynd. Af allmörgum dæmum ætla ég að taka til skoðunar
XXXV, 4: