Gripla - 01.01.1993, Síða 257
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
257
Nazarenus hann nefnest þar,
natturu spilling manna
fra skilinn eirn ad vijsu var;
Orðið ‘Nazarenus’ kemur hvorki fyrir í Gb né Þb þegar farið er með
yfirskrift krossins í Jóh. 19, 19, en latneskt form yfirskriftarinnar var
öllum kunnugt: Iesus Nazarenus Rex Iudæorum (INRI). Hér er kann-
ski líka um að ræða áhrif frá In Harmoniam (þótt Arne Mpller nefni
ekki þetta dæmi), því Hallgrímur hefur vissulega þekkt rit Gerhards,
‘engin uppspretta guðfræðinnar var sjálfsagðari um þessar mundir, að
Ritningunni einni undanskilinni,’ eins og Magnús Jónsson prófessor
kemst að orði, (II, bls. 20). Víst er, að báðir, Gerhard og Hallgrímur,
tengja ‘Nazarenus’ (þ.e. af Nazaret) orðinu ‘Nazareus’ (þ.e. helgaður),
en sú túlkun var algeng og byggðist fyrst og fremst á Matt. 2, 23, þar
sem segir frá því að Jesús ólst upp í Nazaret:
So þad vppfylltest huad sagt er fyrer Spaamennena ad hann
skyllde Nazareus kallast (Þb).
En í Guðbrandsbiblíu er sambandið ekki nærri því eins ljóst, því þar
stendur:
. . . at hnnn skyllde Naduerskr kallast.
í þessu versi vitnar Matteus í Dóm. 13, 5 og 7, þar sem skýrt er frá
hvernig Simson á að alast upp í bindindi:
. . . þuiad þesse Sueirn skal vera Nazareus Guds fra sinnar
Modur-kuide / og h«/m skal vppbyria ad frelsa Israel (Dóm. 13,
5, Þb).
Textinn er hér eins í báðum þýðingum, en á spássíu Þb er bent á IV.
Mós. 6, en þar er gerð grein fyrir heiti Nazarea og hvernig sá sem það
vinnur á að forðast allt sem óhreint er. I þessum kap., Mós. 6, notar
hvorki Gb né Þb orðið Nazareus, og ekkert orð annað í Gb minnir á
orðaval Hallgríms. En í Þb, ekki í textanum heldur á spássíunni, er að
finna:
(Heit) A Ebresku kallast Nazer / og hann sem þad helldur / heit-
er Nazir / Epter hupriu vor herra Jesus Christus kallast Nazaren-
us / Og hn/in er sa sanne Nazir / fraa skilenn helgadur.
Sbr. 35. sálm, 4 vers, sem fyrr er til vitnað. Vegna þessa og margra ann-
17 Gripla